Ég náði mér í teikningu eftir Matt Mrdeza og Darrel Stebbins, sem áður byrtist í RC Modeler Magazine. Þessi teikning er, svona, nokkurnvegin í skala (en þó ekki) og ætti að vera ferkar auðveld í smíðum (en samt ekki). Eftir að hafa skoðað teikninguna lengi og lesið leiðbeiningarnar vandlega (ég skammast mín ekkert fyrir það -- ég bara er svona) þá hófst ég hand við að efna niður í módelið. Það eru óvenjulega fáir hlutir í þessu módeli, og það er nokkuð auðvelt að saga þá út.
Svo þegar ég ætlaði að raða þeim saman komst ég að því að það eru nánast engar beinar línur eða rétt horn í öllu módelinu. Ég fann að tank-gólfið og eldveggurinn mynda rétt horn, svo ég ákvað að byrja þar. Leiðbeiningarnar segja manni bara að líma krossviðargrindina saman, en það er meira en það. Ég notaði stóra og þunga stálkubba til að staðsetja tank-gólfið og límdi þetta saman með 30 mín. epoxý lími. Svo þurfti ég að bíða, því það má ekki halda áfram fyrr en þetta er hart. Svo komu hliðarnar (eða innri hliðarnar). Þær eru úr krossviði og þær sveigjast í boga utan um eldvegginn (manstu -- engar beinar línur) og standa á ská upp frá honum. Nú er eins gott að hafa fullt af þvíngum við höndina, því þetta þarf að sitja svona þar til epoxýið harðnar. Höldum á seinna.
