Ekki mikið gert í dag, enda er ég enn að reyna að ná mér eftir meiðsli á hægri úlnlið (datt á svelli með ruslatunnu í eftirdragi). Ég renndi með sandpappír á frauðið á vélarhlífinni, fyllti með fylliefni og balsa til að fá rétt útli, og svo pússaði ég eins og ég gat. Þetta er bara farið að líta sæmilega út, þó ég segi sjálfur frá.
Það er frekar áberandi loftinntak fyrir blöndunginn framan á vélarhlífinni og eins gott að forma það með þegar glérfíber hlíf er búin til. Ég límdi útskorinn kubb með epoxý lími og notaði svo fylliefni til að fylla að honum eins og þurfti til að fá rétta útlitið.
