TF-FRU -- Dagur 59
Ég er búinn að pússa allan skrokkinn, setja fylliefni á hann og pússa það niður. Þetta hefur verið heilmikið verk, en gaman að sjá yfirborð skrokksins verða slétt.

- 20240412_104057.jpg (137.43 KiB) Skoðað 3332 sinnum
Svo sprautaði ég þunnu lagi af grunni á skrokkinn. Þegar hann er orðinn vel þurr ætla ég að pússa yfir hann með P400 pappír og setja fylliefni í misfellur sem hafa farið framhjá mér.

- 20240412_105928.jpg (134.79 KiB) Skoðað 3332 sinnum
Þegar ljóst var orðið að Robart ætlaði ekki að framleiða fleiri flapalamir eins og mig vantar (og Ziroli gat heldur ekki hjálpað mér), þá fór ég að leita annars staðar. Google fann fyrir mig verslun í Quebec í Kanada,
Aircraft Modelers Research (AMR), sem átti nokkur sett. Ég hringdi í þá af því að vefkaupavélin þeirra listaði engin lönd önnur en Kanada, og Eric, sem ég talaði við, sagði mér að senda tölvupóst á
sales@amr-rc.com. Ég gerði þetta á þriðjudag, 9. apríl og þann sama dag sendi ég greiðslu með PayPal. Í dag, 12. apríl (þrem dögum seinna) fékk ég lamirnar í hendur í afgreiðslu Eimskips á Dalvík.

- 20240412_085940.jpg (146.75 KiB) Skoðað 3332 sinnum
Og, fyrst ég var kominn með lamirnar í hendur, þá var um að gera að byrja að setja þær í vængina.

- 20240412_120203.jpg (133.58 KiB) Skoðað 3332 sinnum

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði