Þrátt fyrir að vera nánast í hávestan í morgun þá var einhvern smá sunnanþefur af vindinum við Hamranesið svo ég ákvað að skella mér á svæðið með svifflugu og kanna hvort það væri eitthvað hang í kortunum. Stuttu eftir að ég mætti á svæðið þá kom Guðjón í sömu erindagjörðum og þrátt fyrir að vindurinn væri frekar vestanstæður þá var smá sunnanátt í honum og eins og oft vill vera þá var hann betri upp á brekkubrún.
Þegar upp var komið kom í ljós að vindurinn var í kringum 10 m/s og blés ca. 60° á brekkubrúnina þannig að það var ekki annað í stöðunni en að ballesta vel og henda vélinni upp í vindinn. Þokkalegasta hang en frekar rysjótt og ekki skemmtilegustu aðstæðurnar en sæmilega hlýtt og sól. Ágætis viðring svona í byrjun tímabils og fyrsta hangflug ársins hér heima hjá mér.
Bleikisteinsháls - 21.apríl 2024
Bleikisteinsháls - 21.apríl 2024
Icelandic Volcano Yeti
Re: Bleikisteinsháls - 21.apríl 2024
Já, skemmtilegur morgunn þrátt fyrir að það stæði "skakt" á brekkuna!
- Viðhengi
-
- 20240421_105535_compress14.jpg (443.6 KiB) Skoðað 413 sinnum
-
- 20240421_103612_compress90.jpg (463.43 KiB) Skoðað 413 sinnum
-
- 20240421_101347_compress7.jpg (391.26 KiB) Skoðað 413 sinnum
-
- 20240421_101630_compress19.jpg (458.69 KiB) Skoðað 413 sinnum
-
- 20240421_101852_compress74.jpg (447.28 KiB) Skoðað 413 sinnum