Nýji flugmaðurinn kom og fékk að prófa að sitja í flugklefanum. Hann virðist passa bara ágætlega.
Svo þurfti hann endilega að setja út á hvernig ég tálgaði vængrótina.
Ofan á flugklefanum er fering sem bognar nærri í hálfhring. Ég gerði þetta með því að vefja tvö lög af 0,6 mm krossviði utan um stál stöng og líma þau þannig saman. Þegar límið var orðið hart gat ég skorið feringuna til og límt hana ofan á vængrótina og skrokkinn.
Ég fékk loksins nýtt epoxý frá FighterAces í Englandi og gat klárað að setja glerfíber á. Það voru hallastýrin sem voru eftir.
Og innan í plássið sem hallastýrin koma í. Það fer að líða að því að ég geti grunnað og pússað vængina.
