Hér sést hvernig stélkamburinn er festur á. Tunga niður úr kambinum fer á milli tveggja krossviðarplatna sem límdar eru í skrokkinn. Svo er gert gat í gegn og pinni settur í. Hunum megin á pinnanum er R-splitti. Þá er hægt að taka stélkambinn og hliðarstýrið af með því að losa einn pinna og tvær klemmur. Hjólið er skorðað á sinn stað með því að setja 6mm balsa í kringum það. Þetta átti, samkvæmt teikningunni að vera 5mm, en ég átti ekki svoleiðis. Mig grunar að hjólið fari ekkert, og ef það gerist, þá er eitthvað annað farið fyrst. Svo kemur balsa gólf ofaná. Þessi gráu stykki eru stálklumpar sem halda gólfinu niðri á meðan límið harðnar. Hér er búið að pússa fylliefnið við plöturnar á bakinu. Og til að stélflöturinn sitji vel, þá byggði ég upp í sætið með balsa og notaði svo epoxý lím og MicroBalloons til að forma sætið eftir stélinu. Eins gott að muna eftir að setja pakkalímband þarna undir, því annars kemur það aldrei af aftur.
