Aðalfundi Þyts 2025 Lokið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
lulli
Póstar: 1310
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Aðalfundi Þyts 2025 Lokið

Póstur eftir lulli »

Aðalfundur Þyts 2025

Tungubökkum 05.03.2025


1. 20:00 – fundur settur

2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.

Fundarstjóri – Sverrir Gunnlaugsson

Fundarritari – Lúðvík Sigurðsson

3. Skýrsla formanns:

Mikið rigningarsumar.
Haldin voru tvö og hálft mót. - Íslandsmót í hangi, Piper Cub mót og hálft Kríumót.

4. Reikningar samþykktir. Gjaldkeri las upp liði reikninga með útskýringum ,eignir félagsins eru óbreyttar frá fyrra ári.
Nýr hitari var keyptur í klúbbshúsið.

5. Samþykkt var einhljóma að almenn félagsgjöld yrðu hækkuð frá fyrra ári úr kr.16.000- í kr.20.000-

6. Skýrslur nefnda.

Kríumót varð að spilæfingu vegna ónægrar þáttöku.

Íslandsmót í hangi – flognar voru 9 umferðir.

Niðurstaða mótsins varð eftirfarandi: 1.sæti – Sverrir Gunnlaugsson. 2.sæti – Erlingur Erlingsson. 3.sæti – Böðvar Guðmundsson. 4.sæti – Jón V. Pétursson.

Verðlaunapeningar voru afhenntir fyrir þrjú fyrstu sæti. Óskum við þeim til hamingju.

7. Á ekki við á oddaártali.

8. Endurkjör gjaldkera – Bjarni Björnsson, samþykkt einróma.

Í meðstjórnendur voru Guðjón Halldórsson og Frímann Frímannsson samþykktir einróma.

9. Jón V. Pétursson og Guðjón Halldórsson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.

10. Kosning í nefndir: Sverrir Gunnlaugsson var endurkjörinn sem mótsstjóri næsta tímabils.


Kaffihlé og kaka með rjóma að hætti hússins.


11. Tillögur að lagabreytingum voru engar.

12. Önnur mál. Umræða um öryggisgirðingu við pitt svæðið og samþykkt að setja það mál í forgang.


Mættir voru á fundinn tíu fullgildir félagar.


Fundi slitið kl. 21:09
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara