Menn voru boðaðir með góðum fyrirvara út á völl í dag enda var spáin með eindæmum góð og varð svo enn betri þegar dagurinn sjálfur rann upp. Lognið var þvílíkt að NOTAM var gefið út á Keflavíkurflugvelli til að vara menn við að búast mætti við meiri brautarnotkun í lendingu heldur en venjulega þekkist. Sögur herma að SOP-in hjá flugfélögunum geri ekki ráð fyrir að svona aðstæður geti myndast!
Steini sem er nýjasti félagi FMS mætti með þenna fína Cub sem Maggi frumflaug fyrir hann. Smá skugga brá þó á daginn þegar Super Viper tók upp á því að mæta óvænt niður í jörð... en það er þá bara pláss fyrir nýja vél í flotann!