Þetta er rétti andinn. Bara smíða það sem mann langar til og dettur í hug. Ef það flýgur þá er tilganginum náð. Ef ekki þá er bara að speklera afhverju og bæta úr því í næstu tilraun.
Haldiði ekki að ég hafi farið gegnum mörg búnt af balsa á sínum tíma. Alls konar teikningar og tilraunir. Nú 35 árum seinna tilheyri ég flokki ARFavitleysinganna. Við erum á öðru tilverustigi og það er ekkert að því Guðni minn Bara ef það verður til þess að við fljúgum helling.
Kölski... ef þig langar í rafmagnsmótora (400 stærð) að prófa í þessu þá á ég helling sem þú mátt eiga. Þú getur líka fengið proppa sem mig minnir að ég eigi og eitthvað fleira. Meilaðu bara á mig.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken
Björn, ef þú gætir reddað einum mótor þá yrði það allgjört hitt![/quote]
Ég á fleiri hundruð af þessum mótorum sem koma úr einnota lækningatækjum.
Hitt er annað mál hvernig þú gerir með batterí og hraðastýringu, það er svolítill stofnkostnaður í því en Modex.is er með hraðastilli sem mér sýnist duga: Speed Controller 5-8 Cells Bec ICS-480 fyrir 1500 kall og batterí eru til víða og af ýmsum gerðum. 7 til 8 NiCd sellur ættu að vera fínt til dæmis.
Þú getur athugað hvað batterí kosta í íhlutum skipholti og í Tómó. Batterí eru líka til hjá Modex.is
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken
Ónefndur aðili krassaði Cessnu 172 frá Art tech svo ég á servo og allt svipað rafkerfi en mótorinn laskaðist í þessari head on lendingu á fullum hraða svo mótorinn er málið!(svo á ég servó úr Piper supercub sem er reyndar bara 3 ch parkflyer en ég gæti notað þau í eitthvað annað, kannski glasahaldara sem hægt er að hreyfa upp en maður þarf að trekkja niðurleiðina) En svo er önnur spurning, HVERNIG Í FIRÐINUM NÁIÐ ÞIÐ SVONA GÓÐRI DÚK-KLÆÐINGU?
Ég lofa nokkrum myndum á eftir en núna er ég upptekinn hjólakappi!