Walbro blöndungur. Vandamál.

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Walbro blöndungur. Vandamál.

Póstur eftir Agust »

Í fyrrasumar var ég að fljúga Big Lift með Zenoah G23 á flugvellinum mínum í sveitinni. Í aðflugi drap mótorinn skyndilega á sér þannig að ég lenti í þýfinu og reif hjólastellið undan módelinu (ekkert ALGRS). Ég hafði reyndar orðið nokkuð lengi var við erfiðleika við gangsetningu, því ég gat ekki með nokkru móti náð upp eldsneyti í blöndunginn með því að snúa spaðanum.

Þetta krass varð til þess að ég keypti nýtt membrusett fyrir blöndunginn. Þegar ég ætlaði að gangsetja mótorinn var hann engu betri. Reyndar öllu verri, því að nú nægði ekki einu sinni að snafsa blöndunginn. Mótorinn gekk í tvær sekúndur, en drap svo á sér. Ég tók blöndunginn aftur í sundur og leitaði að stíflum, en fann ekkert að. Skildi hvorki upp né niður, en datt í hug að fara á netið og leita að skýringu.

Ég fann fljótlega á netinu hvað var að. Hringlaga membran, sem stjórnar flæðinu inn á blöndunginn er með málmpinna í miðjunni. Armur sem tengdur er nálarloka (lever á myndinni) á að snerta málmpinnann á membrunni, þannig að staða membrunnar hefur áhrif á bensínflæðið. Í ljós kom að þessi armur var of innarlega, þannig að hann náði ekki að snerta membruna. Ég var ekki með neitt stillitól til að stilla arminn nákvæmlega, þannig að ég prófaði að beygja hann aðeins upp. Mótorinn rauk í gang, en greinilegt var að armurinn var of utarlega þvi mótorinn virtist allt of ríkur og eldsneyti sullaðist út um blöndunginn svo að ég beygði arminn aðeins niður, þannig að hann var um 1 mm neðar en brúnin á húsinu. Nú virðist allt vera í himnalagi. Mótorinn gengur eins og klukka. Ekkert mál að soga inn eldsneyti með því að snúa spaðanum.

Mynd

Mynd

Mynd






Nokkrar krækjur:



http://www.geocities.com/farellus/idle_adaptation.html

http://rcairplanes.instantspot.com/inde ... ine-Issues

http://www.geistware.com/rcmodeling/art ... /index.htm

http://tech.flygsw.org/walbro_tuneup.htm




Walbro blöndungar eru algjör gersemi miðað við blöndunga á glóðarhausmótorum og þurfa mjög lítið viðhald. Á nokkurra ára fresti þarf þó að endurnýja báðar membrurnar, því þær eiga það til að harðna með tímanum. Þegar búið er að stilla þá einu sinni, þá þarf nánast aldrei að snerta nálarnar aftur, ekkert frekar en í heimilisbílnum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Walbro blöndungur. Vandamál.

Póstur eftir tf-kölski »

Vélfræðin!:D
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Walbro blöndungur. Vandamál.

Póstur eftir Þórir T »

þarf að skoða þetta, er með einn Zenoah 23 sem lætur ekki ósvipað, bara verri, fer illa í gang og gengur varla nema að snafsa stanslaust. Taldi þetta reyndar membrurnar, en er ekki búinn að skoða þetta.

mbk
Tóti
Svara