Þetta krass varð til þess að ég keypti nýtt membrusett fyrir blöndunginn. Þegar ég ætlaði að gangsetja mótorinn var hann engu betri. Reyndar öllu verri, því að nú nægði ekki einu sinni að snafsa blöndunginn. Mótorinn gekk í tvær sekúndur, en drap svo á sér. Ég tók blöndunginn aftur í sundur og leitaði að stíflum, en fann ekkert að. Skildi hvorki upp né niður, en datt í hug að fara á netið og leita að skýringu.
Ég fann fljótlega á netinu hvað var að. Hringlaga membran, sem stjórnar flæðinu inn á blöndunginn er með málmpinna í miðjunni. Armur sem tengdur er nálarloka (lever á myndinni) á að snerta málmpinnann á membrunni, þannig að staða membrunnar hefur áhrif á bensínflæðið. Í ljós kom að þessi armur var of innarlega, þannig að hann náði ekki að snerta membruna. Ég var ekki með neitt stillitól til að stilla arminn nákvæmlega, þannig að ég prófaði að beygja hann aðeins upp. Mótorinn rauk í gang, en greinilegt var að armurinn var of utarlega þvi mótorinn virtist allt of ríkur og eldsneyti sullaðist út um blöndunginn svo að ég beygði arminn aðeins niður, þannig að hann var um 1 mm neðar en brúnin á húsinu. Nú virðist allt vera í himnalagi. Mótorinn gengur eins og klukka. Ekkert mál að soga inn eldsneyti með því að snúa spaðanum.



Nokkrar krækjur:
http://www.geocities.com/farellus/idle_adaptation.html
http://rcairplanes.instantspot.com/inde ... ine-Issues
http://www.geistware.com/rcmodeling/art ... /index.htm
http://tech.flygsw.org/walbro_tuneup.htm
Walbro blöndungar eru algjör gersemi miðað við blöndunga á glóðarhausmótorum og þurfa mjög lítið viðhald. Á nokkurra ára fresti þarf þó að endurnýja báðar membrurnar, því þær eiga það til að harðna með tímanum. Þegar búið er að stilla þá einu sinni, þá þarf nánast aldrei að snerta nálarnar aftur, ekkert frekar en í heimilisbílnum.