
Lítið vandamál, stór lausn
Lesandi okkar, Edwald Thiele er ekki óvanur að koma fram með snilldarlausnir á vandamálum. Í Modell 7/2004 sýndi hann okkur öryggisrofa fyrir loftknúin hjólastell. Nú sýnir hann okkur hvernig hægt er að koma í veg fyrir gat á eldsneytisslöngum sem er er svo einfalt að allir tauta: af hverju datt mér þetta ekki í hug sjálfum?
Síðastliðna helgi bað félagi minn mig um að hjálpa sér að stilla mótorinn sinn. Hann furðaði sig á því að mótorinn þurfti allt í einu allt aðrar stillingar en nokkrum dögum fyrr. Það var mjög augljóst að það var nær útilokað að ná góðum hraðagangi í mótorinn. Orsökin kom fljótt í ljós. Röð af loftbólum komu eftir slöngunni í blöndunginn sem skýrðu hvers vegna mótorinn gekk svona illa. Þegar að var gáð kom í ljós gat á slöngunni þar sem hún lá uppá nippilinn í tankinn. Gatið hafði komið þó nippillinn hafi verið sléttur og fínn. Ég hafði orðið fyrir sams konar vanda um ári áður og hafði lausn á honum tilbúna.
Fyrir slöngur sem eru um það bil 4,5 mm að utanmáli notar maður bút af koparröri sem er 5mm að innanmáli og 6mm að utanmáli og er alltaf til í vel reknum módelbúðum. Maður sker af bút sem er um 5mm lengri en nippillinn á tanknum. Maður hreinsar endana á rörbútnum vandlega og síðan rekur maður einhvern kónískan hlut með hamri inn í báða enda bútsins þannig að þeir þenjast örlítið út eins og framendinn á lúðri. Ef slangan þarf að fara í boga strax frá tanknum, þá gerir maður þennan lúður stærri en annars.
Eftir þetta fer maður með þjöl eða samanvöðlaðan sandpappír inní rörið til að það sé engin hætta á að að það særi slönguna. Nú er rörið sett uppá slönguna og síðan þröngvað uppá nippilinn. Lúðurinn á rörinu verður að vera það stór að slangan komi ekki við brúnirnar á honum. Nú munu enginn titringur hafa áhrif á slönguna.

1 gat á slöngunni hleypir lofti inn með eldsneytinu og kemur í veg fyrir að mótorinn gangi eðlilega.

2 Stuttur bútur af koparröri með útþanda enda er galdralausnin.

3 Rörið er sett uppá nippilinn með slöngunni. Rörið á að vera 5mm lengra en nippillinn.

4 Endinn þar sem slangan kemur út á að vera meira þaninn en hinn.
