Hreinsa olíu úr viðnum þegar gömul módel eru gerð upp

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hreinsa olíu úr viðnum þegar gömul módel eru gerð upp

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hjörtur fékk að gera upp gömlu Funtana-40 hans Bigga sem hlekktist á í fyrrahaust þegar batteríisleiðslan liðaðist sundur í Harrier-veltum í lítilli hæð. Nú er hún komin í gagnið aftur og Hjörtur að þeyta henni um loftin.

Eitt helsta vandamálið var að eldveggurinn, sem var sprunginn og brotinn laus, var orðinn verulega "olíusoðinn" eins og allur framendinn á vélinni. Spurningin var um að endurbyggja allan framendann eða eitthvað annað.

Einhvers staðar hafði ég rekist á ráð sem vel:
Það sem við gerðum var að skola viðinn vel með rauðspritti og búa svo til þunnan graut úr Maizena-mjöli og rauðspritti, sem við mökuðum á allan olíusollinn við. Svo var þetta látið þorna, burstað af og endurtekið nokkrum sinnum. Sterkjan í mjölinu (kartöflumjöl dugir líka vel) dregur í sig fituna og viðurinn hressist heil ósköp og þornar. Tiltölulega auðvelt að láta grautinn leka þar sem maður vill þekja með honum og þegar hann er þornaður, að bursta hann af með stífum bursta (td tannbursta) og nota þrýstiloftsstút þar sem maður nær ekki til. Sums staðar þurfti maður að pilla burt með nál eða öðru.

Eldveggurinn var svo epoxílímdur saman og á sinn stað og til styrkingar voru notaðir grillpinnar til "neglinga" sem borað var fyrir á vel völdum stöðum.

Ekki er þetta dottið sundur enn þrátt fyrir nokkuð æsilegt flug.

Annað ráð er að byrja með því að strauja yfir olíublautan við með klósetpappír á milli og draga þannig út mestu olíuna áður en maður notar sterkjugrautinn.

Muna svo bara að kaupa nýjan pakka af kartöflumjöli eða Maízenamjöli og skila í eldhúsið :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Hreinsa olíu úr viðnum þegar gömul módel eru gerð upp

Póstur eftir Steinar »

Gott ráð..

Sá nefnilega mér til skelfingar að það er sennilega gat á bensínslöngu í CITABRIUNNI minni, amk var hún öll bensínblaut að innan eftir hádegisflugið áðan. Fer á eftir að rífa í sundur og þá er gott að vita þetta ráð.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Svara