Ég er að stíga fyrstu sporin í að nota 3ja fasa burstalausa mótora í rafmagnsmódel. Hér á landi hafa menn notað svona gripi lengi og ég dáðst af þeim grænn af öfund.
Ég var að fjárfesta í AXI 2820/10 (http://www.rcgroups.com/links/index.php?id=3956 ).
Svona mótorar, þar sem föstu seglarnir ásamt mótorhúsinu snúast umhverfis rafsegulinn, kallast á ensku Outrunner og Ausenlaufer á þýsku.
Hvað kallast svona ranghverfur mótor á íslensku? Það er auðvitað varla fært og bara útúrnsnúningur að kalla þá útúrsnúning?

Mótorinn ætla ég að nota í FunTime sem ég hef flogið í æði mörg ár, fyrst með 600 direct og síðan með 600 ásamt 1:2,8 gír. Nú verður gaman að sjá hvernig AXI reynist.