[quote=Gaui]Björn. Þú þarft ekki að smíða. Hér eru skíði sem þú getur pantað. Ég á svona og þau virka fínt ef einhver snjór er á jörðu.
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/WT ... &search=Go[/quote]
Jú, ég var næstum búin að kaupa mér svona sett í Osló fyrir jól. Vandamálið var að það voru bara bleik eftir það var of mikið fyrir mína veikluðu karlmennskuímynd
Núna ætla ég að prófa að smíða eitthvað, mest af því mig langar til þess að prófa það. Er með ákveðna hugmynd sem byggir á tómum rúðupissbrúsa og álprófíl. Sjáum hvað setur
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken
Varðandi batteríin þá gúgglaði ég málið og fann að LiIon rafhlöður eru mun betur kuldaþolnar en NiCd eða NiMh. Þetta kom skýrt fram í pælingum um myndavélabatterí og munurinn á frostþoli er af stærðargráðunni -40 stig á móti -20. Hins vegar gildir með öll batterí að orkuskil þeirra minnka í hlutfalli við hitastigið innan ákveðinna marka þannig að það gildir að halda þeim sem næst "eðlilegu" hitastigi.
Það er skynsamlegt geyma vélina/rafhlöðurnar í heitum bílnum eins lengi og hægt er. Sennilega skynsamlegt að hafa svamp eða aðra einangrun utanum móttakarabatteríið svo það haldi hitanum lengur. Svo þegar straumur er tekinn úr því þá verður smá hitamyndun í því sem viðheldur hlýjunni líka.
Með drif-rafhlöður gildir að þær eiga að skila miklum straum og hitamyndun verður talsverð svo þær ætti ekki að einangra en hins vegar passa að halda þeim hlýjum fram að flugi og ef mikið frost þá gæti maður þurft að minnka loftflæðið um þær sem annars þarf að vera til kælingar.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken