Efri vængur hægra megin raðast saman þægilega. Allir hlutar passa sérlega vel saman og límast skemmtilega.
20230419_100845.jpg (157.84 KiB) Skoðað 921 sinni
Og hér er (nánast) allur vængurinn tilbúinn. Það á eftir að gera ýmis atriði sem ég klára þegar allir fjórir vænghelmingar eru tilbúnir.
20230419_114718.jpg (155.25 KiB) Skoðað 921 sinni
Ég er búinn að fá kall til að setja í flugvélina. Hann kemur frá Aces of Iron og er mjög dæmigerður Breti í útliti. Ég byrjaði á því að sprauta hann svartan með möttu undirlakki og svo mála ég hann í rólegheitum.
20230419_115629.jpg (129.46 KiB) Skoðað 921 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Þá erum við byrjuð á vinstri vængjunum og sá efri er að skríða saman hér.
20230421_110228.jpg (158.72 KiB) Skoðað 882 sinnum
Það mætti halda að þetta væri safn af nýmóðins músagildrum, en svo er ekki. Þetta eru lásarnir sem halda vængjunum á þegar módelið er á flugi. Ég er búinn að vera að setja þetta saman í hjáverkum undanfarið. Það kemur að því fljótlega að ég þarf að líma þær fastar í rætur vængjanna.
20230421_112333.jpg (145.54 KiB) Skoðað 882 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Það versta við tvíþekjur er að það eru fjórir vængir og allir nánast eins. Ég er nú kominn í góða þjálfun að smíða þessa vængi og hér er efnið í þann fjórða: neðri vinstri.
20230422_101330.jpg (158.12 KiB) Skoðað 866 sinnum
Og hér eru allir hlutarnir fastir saman eins og leiðbeiningar segja. Nú eru smáhlutir eftir við alla vængina, aðallega þunnur krossviður, og svo að pússa allt til.
20230422_111953.jpg (150.49 KiB) Skoðað 866 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Nú eru allir fjórir vængirnir komnir saman og ég var lengi í morgun að pússa þá til og forma frambrúnina. Svo prófaði ég að máta vænglásana við miðjuna og setja 70mm undir endarifið til að fá réttan aðhalla. Þetta var verulega flókið og ég þurfti að setja lásana á og taka þá af aftur og aftur. Ég þarf að muna að taka með mér olíu á morgun til að smyrja stangirnar.
342860126_791829512313607_7724550155512358460_n.jpg (148.96 KiB) Skoðað 832 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég velti lengi fyrir mér hvernig væri auðveldast að setja vænglásana í án þess að brjóta fullt af rifjum (búinn að prófa það). Þá datt mér í hug að taka lásfjöðrina af og renna lásunum upp á teinana án þess að festast. Það virkaði. Ég renndi festingunum í án mikilla vandræða og límdi þær lauslega með sekúndulími. Nú þarf ég bara að setja balsaprik við festingarnar til að halda þeim varanlega. Svo þarf ég að finna nýja M3 bolta og rær ítil að halda stálfjöðrunum.
20230425_122611.jpg (136.33 KiB) Skoðað 832 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Nú þegar vængirnir eru að mestu komnir, þá er tími til að athuga hvort það er ekki skrokkur á þessu módeli. Ég fann til og losaði alla hluti sem eru númer eitthundraðogeitthvað og skoðaði svo leiðbeiningarnar fyrir samsetningu á skrokknum. Hér eru flestir skrokkhlutar og fyrsta límingin komin: festing fyrir hjólastellið.
20230426_102747.jpg (149.93 KiB) Skoðað 820 sinnum
Samsetning á skrokk er mjög hefðbundin: maður bara setur niður þá hluti sem leiðbeiningarnar biðja um, límir þá með trélími og eftir ánægjulega stund er önnur skrokkhliðin að skríða saman. Hin hliðin verður smíðuð ofan á þessari.
20230426_120313.jpg (158.17 KiB) Skoðað 820 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hér eru komnar tvær hliðar sem þurfa að fá að harðna almennilega áður en við getum sett skrokkþilin í.
20230427_115933.jpg (160.67 KiB) Skoðað 806 sinnum
Mótorinn sem ég ætla að nota er 20cc og passar vel inn í skrokkinn án þess að skaga út. Það er gott að ganga frá öllum festingum og götum áður en þilið er sett í skrokkinn.
20230427_101518.jpg (149.89 KiB) Skoðað 806 sinnum
Á meðan skrokkhliðarnar harðna er hægt að setja vatnskassann saman. Hann er stór og mikill á þessari flugvél og verður að límast úr ölum þessum hlutum.
20230427_113758.jpg (147.56 KiB) Skoðað 806 sinnum
Og hér er umgjörðin utan um vatnskassann komin og fær að taka sig í nokkra tíma.
20230427_121400.jpg (134.22 KiB) Skoðað 806 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Fyrstu þilin í skrokkinn eru komin í. Þetta er allt mjög ferkanntað og auðvelt í samsetningu (ennþá). Um að gera að vega þetta niður á meðan það harðnar.
20230427_200158.jpg (157.98 KiB) Skoðað 795 sinnum
Svo koma bogaskorin rif, sem gefa skrokknum rétta formið. Rif nr, 107 fyrir aftan flugmannssætið þarf að halla og það kom í ljós að það hallar jafn mikið og rótarrifin á vængnum, svo ég gat notað sniðmátana fyrir þau til að halda þessu.
20230428_113249.jpg (132.49 KiB) Skoðað 795 sinnum
Það er um það bil að komast form á þennan skrokk.
20230428_120625.jpg (154.73 KiB) Skoðað 795 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Mér var bent á að það gæti létt módelið að aftan ef ég sker út úr rifjunum á baki þess. Ég prófaði það, en útskurðurinn var bara 3 grömm, svo ég geri ekki ráð fyrir að þetta mikil áhrif.
20230429_093119.jpg (151.17 KiB) Skoðað 788 sinnum
Shrokkurinn fyrir framan stjórnklefann er innfylltur með balsa. Þetta gerir hann stífari og sterkari.
20230429_095655.jpg (125.06 KiB) Skoðað 788 sinnum
Og hér eru langbönndin komin ofan á bakið ásamt 0,4mm krossviðarklæðningu fyrir aftan stjórnklefann.
20230429_112815.jpg (160.84 KiB) Skoðað 788 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.