Re: Listflug
Póstað: 30. Okt. 2008 00:17:36
Humpty Bump

Æfingin Humpty Bump (íslenskt nafn óskast) er bæði góð snúningsæfing og snyrtileg miðjuæfing. Það er best að skoða Humpty Bump sem lykkju með lóðréttum línum til skemmtunar – ættingja ferköntuðu lykkjunnar. Við skulum skoða miðju Humpty Bump með engum veltum. Þegar þú getur gert þessa æfingu vel, þá er auðvelt að breyta henni í snúningæfingu með ½ veltu á leiðinni upp eða niður, eða öðrum veltu/hnykkveltu samsetningum.
Fljúgðu lágt framhjá þér og togaðu svo í víða ¼ lykkju þar til módelið fer beint upp. Notaðu hliðarstýrið til að módelið fari beint upp og þú gætir einnig þurft að gefa niður á hæðarstýrið til að halda lóðréttri línu. Við skulum gera um 15 metra hátt Humpty Bump í þetta sinn, þannig að þegar módelið er búið að klifra svona 12 metra þá togar þú aftur í og framkvæmir rólega ½ lykkju sem er með sama radíus og lykkjan neðast. Nú er módelið á leið lóðbeint niður. Mundu að þú verður að draga úr inngjöf þegar módelið fer yfir toppinn á lykkjunni – þetta hægir á módelinu og gerir æfinguna jafnari og auðveldari að fylgjast með. Nú skaltu aftur sjá til þess að módelið fari beint (flest módel þurfa smá niður á hæðarstýrinu til að fara beint niður) þar til þú kemur á stað sem er jafn hátt og fyrri ¼ lykkjan endaði. Þá togar þú aftur í og framkvæmir ¼ lykkju þar til módelið flýgur upprétt í sömu hæð og stefnu og þegar þú byrjaðir æfinguna. Mundu eftir að gefa rólega inn þegar módelið flýgur lárétt og þá ertu búinn!
Næst skaltu prófa þetta sem snúningsæfingu: þegar þú ert kominn hálfa leið niður aftur skaltu skaltu framkvæma ½ veltu ... Þetta er flott snúningsæfing.

Æfingin Humpty Bump (íslenskt nafn óskast) er bæði góð snúningsæfing og snyrtileg miðjuæfing. Það er best að skoða Humpty Bump sem lykkju með lóðréttum línum til skemmtunar – ættingja ferköntuðu lykkjunnar. Við skulum skoða miðju Humpty Bump með engum veltum. Þegar þú getur gert þessa æfingu vel, þá er auðvelt að breyta henni í snúningæfingu með ½ veltu á leiðinni upp eða niður, eða öðrum veltu/hnykkveltu samsetningum.
Fljúgðu lágt framhjá þér og togaðu svo í víða ¼ lykkju þar til módelið fer beint upp. Notaðu hliðarstýrið til að módelið fari beint upp og þú gætir einnig þurft að gefa niður á hæðarstýrið til að halda lóðréttri línu. Við skulum gera um 15 metra hátt Humpty Bump í þetta sinn, þannig að þegar módelið er búið að klifra svona 12 metra þá togar þú aftur í og framkvæmir rólega ½ lykkju sem er með sama radíus og lykkjan neðast. Nú er módelið á leið lóðbeint niður. Mundu að þú verður að draga úr inngjöf þegar módelið fer yfir toppinn á lykkjunni – þetta hægir á módelinu og gerir æfinguna jafnari og auðveldari að fylgjast með. Nú skaltu aftur sjá til þess að módelið fari beint (flest módel þurfa smá niður á hæðarstýrinu til að fara beint niður) þar til þú kemur á stað sem er jafn hátt og fyrri ¼ lykkjan endaði. Þá togar þú aftur í og framkvæmir ¼ lykkju þar til módelið flýgur upprétt í sömu hæð og stefnu og þegar þú byrjaðir æfinguna. Mundu eftir að gefa rólega inn þegar módelið flýgur lárétt og þá ertu búinn!
Næst skaltu prófa þetta sem snúningsæfingu: þegar þú ert kominn hálfa leið niður aftur skaltu skaltu framkvæma ½ veltu ... Þetta er flott snúningsæfing.