Síða 2 af 2

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 9. Mar. 2010 16:47:56
eftir Björn G Leifsson
[quote=Haraldur]Það er alveg ótrúlegt hvernig lítil grein um snjóruðninga getur snúist upp í umræður um hvernig á að setja inn YouTube link inn á pósta. Og það kemur algjörlega óviðkomandi YouTube ræma inn á þráðinn.[/quote]
Heh... ég ætlaði nú bara að skrifa eina línu til að skýra orð Sverris. Var að bíða eftir æsispennandi úrslitum í hokkíleik og gleymdi mér svo ég var allt í einu búinn að setja upp heilmikla romsuþvælu. Þar sem mér fannst ræman, sem kom upp þegar ég opnaði forsíðuna á jútjúb að leita að dæmi mjög sérstök og meira að segja með skrítinni flugvél og hvaðeina þá ákvað ég að henda henni upp líka. Svo bætti ég við smá sjálfsgagnrýni og lét þetta vaða inn, vel vitandi að það væri off-topic.

Ég lofa að reyna að forðast svona fríkostugt frjálslyndi í framtíðinni og halda mig við efnið, hvort sem það eru snjótroðarar eða eitthvað annað.

Til að bæta fyrir brotið ætla ég að finna myndband sem er aldeilis makalaust og setja í nýjan þráð.