Það er líka gaman að skoða hliðverði og búnaðinn sem notaður er.
Keppendur eru líka með sérhönnuð hlið sjálfir
Hér er sérhannaður búnaður til að setja nýtt girni á spiltromlur
Það liggur við að þetta sé hætt að vera gaman þegar þetta er komið út i svona græjukeppni. Flaug einu sinni í svifflugukeppni á Englandi og þar mátti bara vera með hlaupalínur. Mikið einfaldara.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Frábært hjá þér Gaui að hafa tekið þátt í svifflugukeppni á Englandi ! Hvernig virkar þessar hlaupalínur ? Eru svifflugurnar dregnar á loft með hlaupandi manni ?
Nokkrar myndir frá fyrri Kríumótum sem ég átti í fórum mínum, svona til að rifja upp stemninguna.
Georg með vindhraðamælinn.
Stefán rennir saman vængjum.
Rafn í tímaflugi og Hannes tekur tímann.
Haraldur, Steinþór og Guðjón fylgjast með.
Birgir og Steinþór í tímavörslu.
[quote=Böðvar]Frábært hjá þér Gaui að hafa tekið þátt í svifflugukeppni á Englandi ! Hvernig virkar þessar hlaupalínur ? Eru svifflugurnar dregnar á loft með hlaupandi manni ?[/quote]
Já, nákvæmlega það, aðstoðarmaður hleypur með annan endann á línunni, en hinn er tengdur við sviffluguna. Togmaðurinn hljóp á móti vindi og togaði sviffluguna eins og flugdreka.
Flestir keppendur voru þó með línuna tvöfaldaða, þ.e. hún lá í gegnum trissu til baka í sviffluguna og þar var settur hlaupaköttur upp á línuna. Hlauparinn togaði síðan hlaupaköttinn undan vindi og þá togaðist svifflugan upp á tvöföldum hraða á móti vindinum. Sjá skissu
Þetta var klúbbkeppni sem ég fékk að taka þátt í stuttu eftir að ég tók þátt í heimsmeistaramótinu +í svifflugi í Englandi árið 1982. Þar voru allir með rafmagnsspil.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Þetta er eithvað sem mætti skoða nánar. Sérstaklega tvöföldu línuna þá þarf ekki að hlaupa eins hratt, hentaði okkur vel sem eru komnir af léttasta skeiðinu.
[quote=Gaui]Flestir keppendur voru þó með línuna tvöfaldaða, þ.e. hún lá í gegnum trissu til baka í sviffluguna og þar var settur hlaupaköttur upp á línuna. Hlauparinn togaði síðan hlaupaköttinn undan vindi og þá togaðist svifflugan upp á tvöföldum hraða á móti vindinum .[/quote]
Hlaupakötturinn
[quote=Gaui]Þetta var klúbbkeppni sem ég fékk að taka þátt í stuttu eftir að ég tók þátt í heimsmeistaramótinu +í svifflugi í Englandi árið 1982. Þar voru allir með rafmagnsspil.[/quote]
Ég þarf nýjan góðan hatt til að geta tekið ofan fyrir þér Gaui, mér sýnist að þú sért frumkvöðull okkar módelmanna á Íslandi að taka þátt í keppnum erlendis, sannur Útrásarvíkingur.
Eithvað annað en Íslensku bankaræningjarnir sem hafa ranglega verið nefndir Útrásarvíkingar og hafa stórskaðað mannorð Víkinga.