Það er greinilegt af myndunum að Akureyringar héldu skalamót á flugkomunni þetta árið. Hér eru nokkrar myndir af keppnisvélunum:
SE5a, eigandi Kristján Víkingsson. Dómararnir skoða vandlega. Þekki ekki þá sem eru lengst til hægri og vinstri, en hinir eru Erlingur (Erlingsson ?) og Björn Sigmundsson.
Hér er eitthvað sem lítur út fyrir að vera Cessna, líklega frá Robbe, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Bjössi og ókunni maðurinn taka sitt starf mjög alvarlega.
Þetta módel þekki ég ekki og heldur ekki manninn sem er að kíkja á bakvið, en fyrir miðri mynd er Dúi Eðvaldsson.
Hér er módel sem mér sýnist vera frá Graupner, en ég veit ekkert meira um það. Bjössi og Dúi skoða það vandlega.
Hér er dómnefndin að störfum. Þeir eru Einhver??, Dúi, Drengur sem horfir upp, Einhver annar, Bjössi Sigmunds og Erlingur.
Og hér eru keppendurnir. Ég ætla ekkert að vera telja þá upp.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði