Síða 2 af 4
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 29. Maí. 2010 08:13:10
eftir Agust
Við hlökkum til að sjá þína vél fljúga Hrafnkell.
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 15:00:57
eftir hrafnkell
Hún flaug í dag. Ég var svo óhemju stressaður að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara með hana hærra en ca. 1m og í eina skiptið sem ég fór hærra þá tókst mér að fara í aspargrein og brjóta tvo spaða

Það kemur þó ekki að sök þar sem ég pantaði 8 auka umganga á þyrluna þar sem mig grunaði að þetta væri algeng skemmd.
Hún er bara nokkuð stabíl og fín, ég þarf samt að finna mér gott opið svæði til að prófa hana betur og læra á hana. Svæði þar sem er minna um aspir til dæmis

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 15:02:23
eftir Árni H
Til hamingju með flugið!
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 15:19:01
eftir Haraldur
Koma með hana á Þyts kvöldið í kvöld á Hamranesi.
Það verður líklega mjög hægur vindur í kvöld.
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 15:26:47
eftir hrafnkell
[quote=Haraldur]Koma með hana á Þyts kvöldið í kvöld á Hamranesi.
Það verður líklega mjög hægur vindur í kvöld.[/quote]
Ég held ég æfi mig aðeins á hana áður en ég fer að sýna öðrum hvað ég er mikill lúði með þetta

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 15:27:10
eftir Sverrir
Glæsilegt, til lukku með áfangann!

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 16:42:15
eftir Páll Ágúst
Snilld

Verð að sjá þetta
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 17:24:25
eftir Haraldur
[quote=hrafnkell][quote=Haraldur]Koma með hana á Þyts kvöldið í kvöld á Hamranesi.
Það verður líklega mjög hægur vindur í kvöld.[/quote]
Ég held ég æfi mig aðeins á hana áður en ég fer að sýna öðrum hvað ég er mikill lúði með þetta

[/quote]
Það er algjör óþarfi, það er alltaf gaman að skoða hvernig þú hefur búið þetta til.
Við getum svo fengið að sjá þetta fljúga seinna þegar þú ert búinn að æfa þig.
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 18:11:50
eftir Ólafur
Þetta er snilld Keli og komdu með tækið á Arnarvellin hið fyrsta til sýnis
Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter
Póstað: 2. Jún. 2010 20:31:42
eftir hrafnkell
Ég veit ekki einusinni hvar þessir vellir eru
