Sælir.
Fáeinar ábendingar.
Ég reyndi að setja mig í spor einhvers venjulegs íslendings, eða jafnvel blaðamanns sem vill fræðast meira...
Ætli almenningur sem les plakatið viti hvar "Tungubakkaflugvöllur í Mosfellsbæ" er?
Ég held að fæstir viti það. Enn síður vita þeir hvaða krókaleiðir og krákustíga þarf að fara til að komast þangað.
Er til kort og leiðbeiningar sem hægt er að vísa á?
---
Annað sem hugsanlegir gestir hefðu áhuga á og mér finnst jafnvel vanta. Fæstir vita nefnilega einhver deili á Þyt eða módelflugi.
- Dagskrá og lýsing á því sem mun fara fram?
- Hvað er módelflug? Eru þetta lítil plastmódel sem drengir eru að fljúga?
- Hvernig eru dæmigerð flugmódel?
- Hver er þessi Ali Maschinsky sem er sérstakur gestur?
- Er flugsýningin aðallega fyrir módelflugmenn, eða er almenningur velkominn líka?
- Kostar eitthvað inn á svæðið?
- Hvað er flumódelfélagið Þytur? Hvar finn ég það?
- Hvernig get ég haft samband við félagið?
- Er félagið með félagsheimili og flugvöll?
- Hver er saga félagsins?
- Hvernig get ég orðið félagi?
- Hverjir eru í stjórn Þyts?
- Netföng, símanúmer, heimilsfang félagsins?
- O.s.frv.
Á plakatinu er vísað í vefsíðu Þyts,
www.thytur.is.
Engin svör við þessum spurningum eru þar. Að minnsta kosti blasa þau ekki við.
Við verðum að hafa í huga, að þó að við módelflugmenn vitum svarið við flestum þessara spurninga, þá vita utanfélagsmenn varla svarið við neinni þeirra.
Þetta er bara smá ábending...