Það þarf að fara á smá lóðarí.
Ekki allveg að passa saman tengið á þessu litla servo yfir í tengið á móttakara.
Það þarf líka að víxla tvemur vírum á þessu.
[quote=Sverrir]Athugaðu hvort þú getir ekki tekið pinnana úr servótenginu og sett upp á móttakarpinnana, nú skipta grömmin máli![/quote]
Já ég var að pæla í því líka, en mér sýnist þeir vera of mjóir til að passa upp á þessi "þykku" tengi á móttakaranum.
Ég var að hugsa um að klippa annað tengið af þessari framlengingu og lóða við vírana úr servóinu.
Nema maður lóði þetta beint við móttakarann og hafi bara enginn tengi?
Þeir segja að maður eigi að nota UHU-por á helstu fleti, þmt. til að líma karbon stangirnar á forkant vængjana. Ég prófaði þetta UHU-por um daginn og það þornaði aldrei og var bara klístur.
Ætli sé ekki lagi að nota foam-safe sírulímið á þetta allt saman? Virkaði vel á extruna.
Nær sírulímið taki á karboninu, en verður ekki bara hart og svo dettur þetta allt í sundur.
Hver er reynsla ykkar af því að líma karbon stangir á flata fleti með síru lími?
[quote=Sverrir]Tja, ég myndi sjálfsagt gera það ef móttakarinn væri ekki búinn að vera í "Customs clearance process" í Svíþjóð síðustu daga. Óneitanlega sérstakt þar sem ákvörðunarstaðurinn er Ísland en flytjandinn fullvissar mig um að þetta sé allt í orden og hann haldi för sinni áfram bráðlega. http://frettavefur.net/Bros/crossfingers.gif[/quote]
Ég gæti nú reddað einum Spektrum 2.4 Ghz móttakara eða tveimur, á næsta inniflugi, þar til Guð og Tollurinn (báðir viljandi með stórum staf) skila af sér. Það er nú slæmt ef þeir tveir stoppa inniflugið. Því eins og venjulega á ég eitthvað á lager frá vinum mínum kínverjunum
kveðja
Gunni Binni
Takk fyrir það en ég er svo sem ekki lens í Spektrum deildinni. Þeir móttakarar(6110 serían) eru bara of þungir, ég er að bíða eftir einum 6300 í þessa. Hann er helmingi léttari!
Já, ég ætla að fylgja fordæmi Sverris og redda mér eintaki af 6300.
Þetta verður að vera létt eins og fis.
Þá þarf ég líka ekki að vera með þessi millitengi og lóðningavesen.
Það fylgja engar carbon stangir fyrir elevator og rudder.
Í leiðbeiningum segir: "Elevator and Rudder control is via closed loop wire (not provided) and is shown in diagram"
Hvað ætli sé best að nota hér?
1. fiskilínu?
2. þunnan vír - hversu mjóan þá? Hægt að taka einn þáttinn af fjölþátta vír.
3. carbon stöng?
Ef maður setur carbon stöng er þá ekki nög að setja hana öðru megin?