Í kommentum undir auglýsingunni hjá HobbyKing stendur:
"Extra signal wire can be used to turn gyro on and off in flight using the gear channel and switch and adjust the gain of the gyro remotely using the ATV of the gear channel, or if you have a radio with a potentiometer on an auxilary channel you can adjust gain in flight".
Notar þú analog rás til að stilla mögnun gírósins?
Ég nota þennan fídus í Ikarus væng-gíróinu því besta stillingin er mjög háð hraða. Ef mögnunin er stillt of hátt, þá sveiflar módelið ótt og títt um langásinn þegar flogið er hratt. Þegar hægt er flogið er aftur á móti gagn af því að auka mögnunina. Hugsanlega mætti mixa þessa rás við beníngjöfina þannig að þetta verði sjálfvirkt, þ.e. lítil mögnum við mikla bensíngjöf og minnkandi mögnun eftir því sem dregið er úr henni, t.d. við aðflug.
Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
[quote=Björn G Leifsson]Ég á eitt svona kvikyndi (ekki eins útlit) sem ég pantaði einhvern tíma með öðru. Ætla að prófa bráðlega að nota það til þess að búa til myndavélarfót sem heldur myndavélinni láréttri þó vélin halli í beygju.[/quote]
Ég veit ekki hvort það myndi virka. Þessi gíró eru svokölluð rate-gyro og eru næm fyrir breytingu í halla. Þeim mun hraðari sem breytingin er, því stærra er útslagið. Gíróið skynjar sem sagt hraðann á breytingunni (rate). Útslagið varir síðan í stutta stund (~1 sek).
Til að búa til servo sem er næmt fyrir stöðu þarf að tegra (integrate) þetta merki. Það er væntanlega gert í Heading Hold gíróum eins og þyrlukallarnir nota.
HH vs rate Gyro
This video is intended to demonstrate the difference between a HH gyro and a rate gyro on a Blade CP. It is also showing the GWS DD EP-0320 tail.
Ég veit ekki hvort það myndi virka. Þessi gíró eru svokölluð rate-gyro og eru næm fyrir breytingu í halla. Þeim mun hraðari sem breytingin er, því stærra er útslagið. Gíróið skynjar sem sagt hraðann á breytingunni (rate). Útslagið varir síðan í stutta stund (~1 sek).
Til að búa til servo sem er næmt fyrir stöðu þarf að tegra (integrate) þetta merki. Það er væntanlega gert í Heading Hold gíróum eins og þyrlukallarnir nota.
HH vs rate Gyro
This video is intended to demonstrate the difference between a HH gyro and a rate gyro on a Blade CP. It is also showing the GWS DD EP-0320 tail.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Já þú segir nokkuð Ágúst. Ég var ekki enn búinn að kynna mér neitt um gýró, smellti á eitt í hálfgerðu bríaríi þegar ég pantaði dót frá kínverjunum og ætlaði að nota til að koma mér inn í vísindin.
Þarf að fara að fikta við þetta.
Þarf að fara að fikta við þetta.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Þetta litla tæki svinvirkar 

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Ég er búinn að fylgjast með HobbyKingKong í nokkrar vikur og þetta servó hefur alltaf verið uppselt eða á backorder. Ætlaði að ná mér í svona og bera saman við Ikarus wingservóin mín.
Mér finnst reyndar svo margt vera á backorder hjá þeim, a.m.k það sen ég hef verið að skoða.
Mér finnst reyndar svo margt vera á backorder hjá þeim, a.m.k það sen ég hef verið að skoða.
Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Það er oft með vinsæla hluti hjá þeim að þeir stoppa bara í nokkra klukkutíma(ef svo lengi), þannig að það borgar sig oft að fylgjast með þeim hlutum sem menn hafa áhuga á að kaupa.
En hitt getur auðvitað líka átt við.
En hitt getur auðvitað líka átt við.
Icelandic Volcano Yeti
- Gunni Binni
- Póstar: 597
- Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17
Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled
Það er líka þannig að að ef mann vantar smáhluti, er hægt að versla þá á backorder, þannig að þegar þeir koma, inn er maður öruggastur að fá þá. Eins og Sverrir segir ef hlutir eru vinsælir eru þeir uppseldir fyrir næstu sendingu.
Gallinn er þó að þú veist aldrei hversu langann tíma þú þarft að bíða, svo ekki er gott að panta bráðnauðsynlega hluti með. Eins þarf maður að borga þá og liggja með aurinn í þessu. Svona smáhluti er samt hægt að senda með bara 3-4$ sendikostnaði og það virkar merkilegt nokk frá Kína.
kveðja
Gunni "HobbyKingPro" Binni

kveðja
Gunni "HobbyKingPro" Binni