[quote=Björn G Leifsson]Hmmm... Er ég einn um að hafa alvarlegar áhyggjur.
Hefurðu velt fyrir þér Tómas, hvað til dæmis mundi gerast ef flugvélin rekst á bíl eða bara dregur athygli ökumannsins og hann fer útaf og einhver slasast, jafnvel lífshættulega? Eða bara ef flygildið lenti á manninum með barnið sem sást þarna einhvers staðar og þau dyttu og slösuðust. Ert þú eða fjölskyldan þín borgunarmenn fyrir skaðabótunum? Ekkert tryggingarfélag mundi samþykkja að heimilistrygging eða jafnvel sérstök módelflugtrygging gilti.
Flug ofaní bílaumferð er ekki í lagi og alls ekki skynsamlegt að vera að þessu innan þéttbýlis. Þú ert ekki tryggður við slíkar aðstæður og ef eitthvað gerist sem vekur áhuga flugmálayfirvalda á þessu þá er eins víst að það verði skellt yfir okkur módelflugmenn alls konar þvingandi reglum, boðum og bönnum.
Við mundum reyna að verja okkur með þvi að benda á að FPV flug sé ekki módelflug og ekki á ábyrgð flugmódelfélaga en ég er hræddur um að yfirvöld væru ekkert að gera neinn greinarmun þar á.
Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.
Þetta flug er ekki bara og brot á landslögum/reglugerðum heldur líka glannalegt, ábyrgðarlaust og ef þú værir félagi í flugmodelfélagi þá tel ég að stjórn þess ætti að áminna þig um að þetta er ekki leyfilegt og við endurtekið brot yrði að vísa þér úr félaginu.
Seinni hutinn er tekinn við mun skynsamlegri aðstæður. Spurning um hvort það sé samt ekki hreint tæknilega lögbrot að fara yfir 4-500 feta hæð því þá ertu kominn inn í flugumsjónarsvið með loftfarið þitt. Passaðu þig líka á því að vera ekki nálægt flugvellinum.
Nú ertu búinn að prófa þessa vitleysu. Vertu skynsamur og haltu þig utan þéttbýlis í framtíðinni. Það er sko meira en nóg flott myndefni í náttúrunni samanber filmurnar sem team Black sheep hafa verið að búa til í Ölpunum.[/quote]
Hvað með þennan ?
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5764
Skiptir máli hver flýgur innan bæjarmarka ? Ég hef tekið eftir því að sumir fá ræðuna en aðrir ekki
Ég er ekki að hvetja til þess að menn fari að stunda flug innan bæjarmarka (sérstaklega ekki óreyndir)
Eru ekki allir félagar hér ? Auðvita

Gleðilegt ár (eftir smá) og takk fyrir það gamla
