Síða 2 af 2

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 13:14:45
eftir Tómas E
ég breytti gömlum aflgjafa úr tölvu og nota hann sem spennugjafa

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 15:13:12
eftir Hreidar
Já, var eimmit að redda mér tveimur PS úr gömlum server kassa. Sama tegund og er hér á linknum fyirir neðan. Nú er bara að fara að föndra.

http://www.wavebourn.com/forum/viewtopic.php?p=25306

kk, HJ

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 16:05:08
eftir Sverrir
Farið varlega, þið getið auðveldlega drepið ykkur!!!

Hér eru sennilega bestu leiðbeiningarnar(v2) sem ég hef rekist á en því miður eru myndirnar dottnar út.

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 17:24:30
eftir Agust
Skömmu fyrir jól keypti ég þennan frá Kína.

Líst vel á hann og umsagnir voru góðar. Hann er þó ekki sá ódýrasti.

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=6792


Mynd

-

Ég hef líka verið að spá í einn fjórfaldan. Veit þó ekki hvort treysta má þeim Kínversku. Hef augastað á þessum:

http://www.hitecrcd.com/products/charge ... arger.html
Mynd

Svo á ég eitthvað af eldri hleðslutækjum. Þar á meðal eitt kínverskt sem er hálfgert drasl.

Svo á ég tvo svona aflgjafa, annar í sveitinni og hinn heima: http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=19659



Mynd

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 18:14:13
eftir Haraldur
Ég er að leita mér að 40A, 12v spennubreyti, er búinn að finna nokkrar á góðu verði á netinu. Hef ekki komið því í verk að athuga með sendingarkostnað á þeim. Þeir gætu verið nokkuð þungir.
Ég á svona fjórfaldann, snildargræju, með allskonar varnar búnaði. Þarf að pæla aðeins í leiðbeiningunum.

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 19. Jan. 2012 21:23:52
eftir Agust
Þessi 13,8V 20A rauði aflgjafi sem er á myndinni hér að ofan er eiginlega laufléttur. Hann er ekki með þungum 250-300 watta 50 Hz spennubreyti heldur er þetta svokallað switch-mode tæki sem vinnur á miklu hærri tíðni en 50 riðum þannig að spennirinn er léttur.

Mælirinn frama á tækinu sýnir strauminn í amperum. Upplausn 0,1A.

Mig minnir að ég hafi séð svona í Tómó, en minn er frá Sussex Model Centre.

Re: Hleðslutæki, hvaða tæki eru góð?

Póstað: 20. Jan. 2012 08:23:28
eftir Hreidar
Menn eru greinilega að taka svona aflgjafa og breyta þeim í þessum tilgangi. Hér er þráður þar sem búið er að safna saman nokkrum gerðum af server aflgjöfum.

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1292514

kk, HJ