Síða 2 af 4
Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 3. Jún. 2012 23:36:12
eftir Gauinn
Fullt hús flugvéla.

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 3. Jún. 2012 23:45:11
eftir Gauinn
Flókið?
Innanborðs
Er þetta ekki voða hættulegt?
Flugflotinn klár (auðvitað má maður þetta ekki, taka myndir á móti sól)
Sumir voru fyrir!
Þetta getur verið óttalegt basl, stundum.
Fjöruferð.
Ef ykkur langar í stærri myndir, þá er bara að hafa samband við mig, mér er heiður af því, að senda þær frá mér.
Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 00:17:50
eftir lulli
Til hamingju FMS með árin 20 og þessa geggjað flottu helgi sem að baki er,
grillpartý - kaffi -kökur - flug - og sólarsæla..
Enn einu sinni sýnir þessi kraftmikli og metnaðarfulli flugmódelklúbbur hvað hægt er að gera..
Kveðja tjaldbúarnir.

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 05:12:03
eftir Spitfire
Takk fyrir frábæra helgi gott fólk

Kominn heill í heimahöfn og eftir lífinu í bænum rétt eftir sjómannadagsball að dæma, þá lítur út fyrir að af Pateksfirðingum hefur undirritaður greinilega fengið langbestu skemmtunina

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 10:47:54
eftir kpv
Hrannar þú hefur auðvitað fengið áritun á Stingerinn. Er það ekki öruggt?

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 12:45:10
eftir Spitfire
[quote=kpv]Hrannar þú hefur auðvitað fengið áritun á Stingerinn. Er það ekki öruggt?
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 063_12.jpg[/quote]
Að sjálfsögðu klikkar maður ekki á smáatriðunum, fæ líka góðan afslátt af fyrstu 100cc Composite ARF vélinni sem ég kaupi af kallinum

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 13:08:30
eftir Palmi
Ég fæ bara gæsahúð á að skoða þetta strákar. Hrikalega flott hjá ykkur og til fyrirmyndar í alla staði. Hjartanlega til hamingju með afmælið og takk fyrir mig!
Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 19:09:22
eftir Sverrir
Takk fyrir það allir saman, gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og fagna áfanganum með okkur. Fulltrúar frá öllum flugmódelfélögum landsins voru á svæðinu og gerðu sér glaðan dag með okkur.

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 19:30:35
eftir maggikri
Segi það sama og Sverrir!
Þakka öllum sem komu fyrir komuna um helgina og vona að allir hafi átt góða daga.
Einnig vil ég þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn með vinnu og eða reddingum á flugatriðum ofl og því sem þurfti að redda.
Þakka Ali og Duncan fyrir komuna.
kv
Magnús Kristinsson, formaður FMS
Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS
Póstað: 4. Jún. 2012 20:33:24
eftir kpv
[quote=Spitfire]fæ líka góðan afslátt af fyrstu 100cc Composite ARF vélinni sem ég kaupi af kallinum

[/quote]
Og auðvitað líka vinir og vandamenn.
