Þá er ég byrjaður á skrokknum. Það þarf dálítið að laga hann til, gera við brot o.s.frv. Ég byrjaði á hægri hliðinni. Skrokkhliðin náði ekki alveg að vængsætinu, svo ég opnaði bilið aðeins og límdi 2mm balsa í það:
Á vinstri hliðinni skar ég brotið beint eftir reglustiku og fittaði og límdi 2mm balsa í staðinn fyrir það sem vantaði. Vængsætið er 6x8 mm balsi og ég bjó til nýtt í staðinn fyrir það sem var brotið:
Næst var það botninn. Hann hafði verið rangt límdur á, þ.e. með trefjarnar fram og aftur í staðinn fyrir þvert. Svo var hann brotinn í burtu á einum stað og brákaður á öðrum:
Ég hreinsaði allan botninn í burtu og pússaði hliðarnar þar til þær voru orðnar þokkalega lausar við gamla límið. Hjólastells festinguna tálgaði ég og pússaði þar til hún var jöfn hliðunum. Ég ætla að búa til hljólastell úr áli vegna þess að gamla stellið er týnt og því þarf ég að setja krossvið þar sem stellið kemur. Festingin sem er fyrir kemur þá að góðum notum þegar ég skrúfa það nýja á.
Og hér er ég búinn að líma nýja botninn á. Trefjarnar liggja núna frá hlið í hlið og það gerir balsann mörgum sinnum sterkari en ef trejarnar eru á langs. Ég notaði líka 2 mm krossvið í staðinn fyrir 1,5 mm sem var á módelinu. Það er ekki til að fá aukinn styrk, heldur bara vegna þess að ég átti ekki 1,5 mm balsa.
Næst set ég stýrikaplana í og huga að festingum fyrir stýrivélarnar.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði