JÆJA!
Einn samstarfsmaður og flugmódelkall fór spyrja hvort ég væri ekkert að smíða núna og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég væri víst viðriðinn þetta indæla hobbý. Ég æstist allur upp og sá mig tilneyddan að sækja Fokkerinn litla upp í hillu og halda áfram þar sem frá var horfið, greynilega fyrir rúmu ári síðan.
Hér er ég að líma framan á neðsta vænginn krossviðsbút sem stýringarpinnarnir koma svo í gegnum.
Ég límdi plötuna á spítubút sem var í passlegri þykkt með vinkli svo hún stæði í réttri hæð, og akkurat í 90° miðað við botninn á vængnum.
