Síða 2 af 2
Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 4. Des. 2012 01:47:29
eftir einarak
neðsti vængurinn allur að skríða saman eftir viðgerð, skipt um brotnu rifin og ýmiskonar vitleysur lagaðar (held ég).
Þið verðið að benda mér á ef ég er áberandi að gera einhverja steik í þessu...
Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 4. Des. 2012 08:06:38
eftir Flugvelapabbi
Sæll nafni,
Ef þu ert i einhverjum vafa með velina þina þa skalt þu hafa samband við hann Skjöld.
Skjöldur er sa okkar sem hefur studerað WW1 flugvelar hvað mest i okkar hop og hefur fundið
flottar lausnir a hinum ymsu malum.
Gangi þer svo vel með gripinn
Kv
Einar Pall
Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 4. Des. 2012 13:28:49
eftir einarak
Takk fyrir það.
Ég ætla ekkert að vera að eltast mikið við skalann, þetta kit er svo langt frá skala að það þyrfti að byrja alveg frá grunni til að ná því í skala, það er ekki einusinni réttur rifjafjöldi í vængjunum miðað við fyrirmyndina.
Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 19. Mar. 2014 00:30:46
eftir einarak
JÆJA!
Einn samstarfsmaður og flugmódelkall fór spyrja hvort ég væri ekkert að smíða núna og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég væri víst viðriðinn þetta indæla hobbý. Ég æstist allur upp og sá mig tilneyddan að sækja Fokkerinn litla upp í hillu og halda áfram þar sem frá var horfið, greynilega fyrir rúmu ári síðan.
Hér er ég að líma framan á neðsta vænginn krossviðsbút sem stýringarpinnarnir koma svo í gegnum.
Ég límdi plötuna á spítubút sem var í passlegri þykkt með vinkli svo hún stæði í réttri hæð, og akkurat í 90° miðað við botninn á vængnum.

Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 19. Mar. 2014 00:56:38
eftir Sverrir
Já, varst þú í þessu líka...

Frumflug í sumar?

Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 19. Mar. 2014 20:29:45
eftir einarak
Tjaaa, miðað við hvað ég er heilllengi að gera ekkert þá finnst mér það ólíklegt

Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 5. Apr. 2014 22:18:09
eftir einarak
Allt að gerast hér, enda með dygga aðstoðarkonu

Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 13. Nóv. 2014 16:45:42
eftir Örn Ingólfsson
Jæjja, ekkert að gerast hér?
Byrjarðir árið 2012 og það er að koma 2015!
Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 18. Nóv. 2014 10:27:51
eftir Árni H
Góðir Fokkerar smíðast hægt...

Re: Flair Fokker DR-1
Póstað: 18. Nóv. 2014 18:54:52
eftir einarak
Hér er bara allt í Fokki...
