FPV búnaður

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E][quote=Björn G Leifsson]8) 25 mW e.i.r.p. (www.erodocdb.dk/Docs/doc98/official/pdf/Rec7003e.PDF)


[quote]...en þetta truflar engann...[/quote]

Ertu viss?[/quote]
Já. Mjög.[/quote]

Sennilega rétt en það væri enn sterkara ef þú hefur einhverja tilvísun sem styður vissu þína.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Varðandi útvarpsbylgjutruflanir þá er gott að hafa í huga/kunna hvernig senditæki (og móttökutæki) geta truflað út fyrir það tíðnisvið sem þau eiga að senda út á.
Öll senditæki (og flest raftæki sem á einhvern hátt nýta tíðnistraum, þar með talið móttökutæki) gefa frá sér rafsegulbylgjur á öðrum tíðnisviðum en því sem til er ætlast. Kúnstin fyrir framleiðendur er að sía og skyggja (e. shield) þessar aukabylgjur þannig að þær sleppi sem minnst út úr tækinu. Það er oftast ómögulegt að útiloka þetta 100% en það getur kostað miklar rannsóknir og dýrar lausnir að ná fullkomnun í þessu. Illa hönnuð/illa smíðuð tæki gefa frá sér ótrúlega mikið af aukabylgjum, gjarnan á svokölluðum "yfirtíðnum" (e. harmonics) en geta líka verið á breiðum sviðum. Sem sagt illa hannað / illa smíðað dót (=ódýrt kínadót ?) getur valdið ótrúlega miklum truflunum nær og fjær.
Gömul Gateway fartölva sem ég var með í bílskúrnum gaf svo mikið af truflunum frá sér að hún "málaði" nánast yfir allt UHF tíðnisviðið í margra metra fjarlægð. Nýlega fartölvan mín gefur hins vegar ekkert mælanlegt frá sér nema í örfárra sentimetra fjarlægð. Gatewayinn fór að sjálfsögðu á Sorpu.

Kannski hvá sumir þegar maður segir að viðtökutæki geti gefið frá sér truflandi tíðnir. Það skýrist af því að nútíma viðtæki byggja á því að hafa innri tíðnigjafa (local oscillator) sem býr til svokallaða samanburðartíðni sem er blandað við tíðnina sem kemur úr loftnetinu til þess að fá fram enn eina tíðni . Ef sá innri tíðnigjafinn er illa skyggður ("skermaður") þá getur hann gefið frá sér rafsegulbylgjur á sinni eigin tíðni og/eða yfirtíðnum (harmonics).
Varðandi viðtökutækin er þó mikilvægast að þau greini sem best ætlaða móttökutíðni frá öðrum truflandi tíðnum (óháð loftnetseiginleikum). Það skilur líka oftast ódýrari tæki frá dýrari.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Agust »

[quote=raRaRa]annars er alltaf hægt að redda sér radio amatör leyfi. Þá geturðu farið að senda út nokkur gigavött :-)[/quote]


Ég má víst ekki vera með meira en 100 wött á 2,4GHz og 5,8 GHz. Það ætti að nægja.

Eitthvað af Boscam tíðnunum fellur inna radaíóamatörabandsins 5.650-5.850 MHz, þannig að P&S og tollurinn ætti ekki að vera hindrun hjá mér.

http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?I ... 5ebb303d72

73
TF3OM
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Agust »

Ástæðan fyrir því að ég er að spá í FPV er að ég komst "óvart" yfir DJI Phanton fjórþyrlu fyrir hálfri annarri viku. Það stóð ekki endilega til, en hvað á fíkill að gera þegar fjölskyldumeðlimur bregður sér yfir hafið?

Ég hef síðan flogið dálítið með og án GoPro...

Svo gerðist það, að alveg óvart fór af stað pöntun á rambalda http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oller.html
Hvernig á því stóð skil ég ekki.

Fjölþyrla, GoPro, rambaldi... Spurning með FPV til að auðvelda myndatöku (afsökun eða meðvirkni?).




Sem sagt, langdrægni er ekki krafa, en gæti komið sér vel ef Bixler gamla langar að prófa.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV búnaður

Póstur eftir hrafnkell »

Tarot rambaldinn er þrusu fínn, ég á slíkan og er með á fjölþyrlu (tricopter). Stórskemmtilegt :)
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Agust »

Þegar maður er að bjástra við að taka loftmyndir úr fjarstýrðri flugvél, þá saknar maður þess að sjá ekki hvað maður er að gera. Myndatakan er fumkennd og fálmkennd og tilviljun ræður miklu um hvernig til tekst. Þess vegna hlýtur að vera gott að geta séð á litlum skjá hvernig myndefnið snýr við myndavélinni.

Ef maður er með GoPro, þá á að vera hægt að samtímis taka upp á minnisflöguna og streyma myndefninu um sendi niður í skjáinn.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV búnaður

Póstur eftir Tómas E »

[quote=Agust]
Ef maður er með GoPro, þá á að vera hægt að samtímis taka upp á minnisflöguna og streyma myndefninu um sendi niður í skjáinn.[/quote]
Já það er hægt en það er betra að nota aðra myndavél fyrir live feed, ef þú notar gopro þá myndast leiðinleg töf á myndinni og gæðin eru minni en með ódýrari CCD myndavél.
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV búnaður

Póstur eftir hrafnkell »

Svo er líka hægt að nota wifi fídusinn í gopro3 black og snjallsímann... Maður mundi ekki vilja nota það til að fljúga eftir, en það dugar vel til að stilla upp skotum.
Svara