[quote=maggikri]Ég nota Word, exel, powerpoint, youtube, magnusflug.com og Fréttavefinn.
kv
MK[/quote]
Ég nota BMW, Benz húsbíl, svo reyni ég stundum að nota vini mína.
Ég minntist á OneNote þegar ég stofnaði þennan þráð. OneNote nota ég nefnilega í vinnunni til að halda utan um alls konar gögn og þykir það ómissandi. Þegar maður er búinn að átta sig á því hvernig það er notað þá er þetta leikur einn.
Forritið er frá Microsoft og kostaði lengst af slatta af dollurum. Nú er hægt að hlaða niður ókeypis útgáfu sem er næstum eins fullkomin og sú sem þarf að borga fyrir. Fæst bæði fyrir PC, Mac, IPad, og Android. (Þessi ókeypis utgáfa er aðeins bækluð þar sem ekki er hægt að skrá hljóð og videó).
Ég sótti þessa ókeypis útgáfu til að hafa heima og í fartölvunni, en í vinnunni er ég með dýru útgáfuna.