Framhald á reynslusögunni... Framtíðardraumur.
Nú er það spurningin stóra, er þetta nógu öruggt? Ef NiMh rafhlöðupakkinn bilar, þá stöðvast servóin og vélin krassar. Ef LiPó bilar, þá slökknar á viðtækinu og vélin krassar. Ekki er það gott...
Hvað er til ráða?
Éghef verið að velta þessu aðeins fyrir mér og sýnist að með því einu að bæta við góðu switch mode BEC eða UBEC frá Castle Creations og stilla það á 6,0 volt, bæta við þrem schottky barrier díóðum og smá víringu, þá eigi að vera hægt að tryggja kerfið þannig að NiMh eða LiPo megi bila án þess að vélin krassi. Bæði servó og viðtæki haldi áfram að fá nægilega spennu og straum.
Ég rissaði þetta upp fyrir sjálfan mig:
Þarna er verið að sýna innri víringu í Hitec Optima viðtæki með SPC tengi, þannig að þetta er óskýrt og á aðeins við um svona viðtæki. Það er þvó óþarfi að reyna að skilja þetta
Það er kannski ekki auðvelt að átta sig því hvernig þetta virkar, en galdurinn liggur í díóðunni sem er lengst til hægri. Ef mótor-LiPo, sem einnig fæðir viðtækið, bilar eða losnar úr sambandi, þá grípur þessi díóða inn og laumar nægilega hárri spennu frá NiCd rafhlöðunni til að halda viðtækinu gangandi.
(Hér væri auðvitað réttara að vera með fimm sellu NiCd eða NiMh í stað fjögurra sellu eins og sýnt er, því þarna eru komnar tvær schottky díóður í röð milli NiCd rafhlöðunnar og SPC inngangsins).
Þetta stendur til að prófa á næstunni...
---
Þetta var aðeins út fyrir efnið, en fjalla átti um það vandamál sem tengist því sem kallast brownout. Þetta hliðarspor sýnir þó að rétt er að taka rafmagnsmálin í dýrum flugmódelum alvarlega. Byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann, eða þannig...