Þegar ég ætlaði að líma endann á stýrin komst ég að því að það voru fjögur endapör.
Fyrst hélt ég að ég þyrfti að líma endana saman og þannig myndi hægri/vinstri passa. En þessir bitar eru 12mm á þykkt en teikningarnar tala um að líma saman tvo 6mm balsaenda. Þegar ég mátaði þessa enda við teikningarnar er augljóst að þeir passa hvort eð er ekki.
Við Gaui klóruðum okkur aðeins í skallanum, en svo datt okkur í hug að þetta gæti kannski passað ofan á rudder og stélkambinn.
En eins og sést stenst það ekki heldur. Það hefði heldur ekki þurft fjögur pör ef þetta væri raunin.
Svo ég reikna með að þetta sé bara villa í kittinu og mun því skera þetta út næst þegar ég kemst í skúrinn.