Síða 2 af 2
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 29. Mar. 2015 21:54:37
eftir jons
Byrjaði á hæðarstýrunum í morgun.
Þegar ég ætlaði að líma endann á stýrin komst ég að því að það voru fjögur endapör.
Fyrst hélt ég að ég þyrfti að líma endana saman og þannig myndi hægri/vinstri passa. En þessir bitar eru 12mm á þykkt en teikningarnar tala um að líma saman tvo 6mm balsaenda. Þegar ég mátaði þessa enda við teikningarnar er augljóst að þeir passa hvort eð er ekki.
Við Gaui klóruðum okkur aðeins í skallanum, en svo datt okkur í hug að þetta gæti kannski passað ofan á rudder og stélkambinn.
En eins og sést stenst það ekki heldur. Það hefði heldur ekki þurft fjögur pör ef þetta væri raunin.
Svo ég reikna með að þetta sé bara villa í kittinu og mun því skera þetta út næst þegar ég kemst í skúrinn.
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 4. Apr. 2015 19:04:38
eftir jons
Ég bjó til standplötu fyrir mótorinn sem ég get svo, þegar tíminn kemur, fest á eldvegginn. Líklegast þarf ég einhverjar stultur undir þetta, en tíminn leiðir það í ljós.
Ég byrjaði á að fá 6mm álplötu frá Balla slippara - takk Balli!
Ég byrjaði á stórri miðjuholu til að koma afturendanum á mótorinum fyrir.
Boraði síðan 4 holur fyrir mótorfestinguna og aðrar 4 til að geta fest plötuna við eldvegginn.
Sagaði í rétta stærð.
Pússaði verstu kantana af og endaði með ANG (Andskotans Nógu Gott) bakplötu sem leyfir mér að festa mótorinn við vélina án þess að þurfa að brasa of mikið.

Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 17. Apr. 2015 22:49:57
eftir jons
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 20. Apr. 2015 12:39:50
eftir jons
Smá rudder updeit. Ég festi plaströr sem mun þjóna sem löm á ruddernum.
Greinilega gríðarlega ánægður með afrekið!
Setti að lokum smá balsakubba til að halda við rörið, afturbrúnina og tvö rif sem ég á eftir að setja.
Á morgun fer ég svo í að setja stífur inn í rudderinn, hann er ansi svag í dag.
Annars vorum við bara á lipoveiðum eins og
fram hefur komið annars staðar.
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 24. Apr. 2015 00:55:41
eftir jons
Ég setti bambusstífur og stuðning í rudderinn, sem varð við það afar traustur. Ég reikna með að hann muni ekki verpast til þegar ég klæði hann.
Eins og sést er þyngdaraukningin lítil og rudderinn (ennþá) léttur og fínn.
- Mummi
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 17. Maí. 2015 18:39:17
eftir jons
Ég hef haldið áfram í rólegheitunum með afturenda vélarinnar.
Ég silfursauð M2 bolta á vír. Þetta mun ég svo skrúfa upp í gula plaströrið í rudderinum til að festa hann á sínum stað. Það ætti að duga og vel það.
Ég var að hugsa um að skipta út krossviðs-controlhorninu fyrir G10 horn, en ákvað svo að vera ekkert að flækja þetta.
Eftir að hafa límt frambrúnina á afturvænginn bar ég léttsparsl við samskeytin til að gera mér pússið aðeins auðveldara.
Ég þóttist nokkuð viss um að toppurinn á rudderinum á hollensku útgáfunni hefði verið eins og hér fyrir neðan.
Eftir að líma þetta á fann ég að sjálfsögðu betri myndir sem sýndu öðruvísi lögun. Sem betur fer virðist þetta nú vera eins nema ekki ná fram yfir frambrúnina, svo ég gat einfaldlega stytt toppinn.
Hér má sjá árangurinn hingað til.

Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 31. Des. 2015 16:05:47
eftir jons
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 20. Jan. 2016 00:04:09
eftir jons
Næsta skref var að festa stélkambinn á stélvænginn. Til þess notaði ég CA lím alls staðar þar sem fletirnir tveir snertust, en í bilið undir kambinn setti ég epoxy/microballoons blöndu sem batt fletina vel saman og bjó til stöðugan flöt fyrir kambinn svo hann getur hvergi hreyfst. Næsta skref er svo að halda áfram að planka aftari hlutann á skrokknum.
Mummi
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 25. Jan. 2016 00:37:26
eftir jons
Í dag hóf ég plönkun á aftari hluta skrokksins. Þar sem það er frekar krappur bogi þar ákvað ég að skera plankana mjóa, um 4mm, og hafa þá trapísulaga frekar en ferhyrningslaga. Það gerði ég með því að líma smá balsabút undir balsaskerann til að halla blaðinu. Hugmyndin þá verandi sú að mögulega auka límflöt milli planka og losna við bil milli plankanna. Á myndinni hér fyrir neðan reyni ég að útskýra hvað ég var að hugsa (hún er vitaskuld nokkuð ýkt).
Þegar ég byrjaði að planka um daginn notaði ég venjulegt CA lím, en gufurnar af því fóru ægilega í taugarnar á mér. Ég pantaði mér því s.k. "Odorless CA" til prufu. Í stuttu máli sagt er þetta brilljant. Eftir þó nokkrar límíngar í morgun fann ég ekki fyrir því. Það má svo auðvitað vera að gufurnar séu jafn hættulegar og af venjulegu CA lími þó maður finni ekki fyrir þeim, en manni líður amk ekki illa á meðan.
Ég prófaði líka að kaupa ódýrar pípettur til að sjúga þunnt CA lím upp í og nota til límínga. Það kemur býsna vel út - það er auðvelt að koma þessu að í þrengslum og svo er þetta svo létt að það er miklu handhægara en límdolla. Fínt að hafa tvær í takinu - eina með lími og eina með kicker.
Þegar ég sest niður til að fá mér kaffisopa og kex bregst ekki að aðdáendaskarinn lætur sjá sig. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þær vilja
Mummi
Re: Fokker D-XXI smíði
Póstað: 19. Feb. 2016 11:59:19
eftir jons
Og áfram er haldið.
Eftir að ég lauk fyrsta plönkunaráfanganum tók ég grófan sandpappír (80 eða 100) og grófpússaði niður stærstu hryggina. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan munar heilmikið um þetta fyrsta skref; þarna er ég búinn að pússa fremri hlutann en ekki þann aftari.
Eftir pússun tók ég góða lúkufylli eða tvær af Red Devil sparsli og smurði vel og vendilega yfir alla plönkun.
Mér finnst þetta efni ekkert æði þegar þarf að setja það á með spaða, en það er ljómandi þegar maður notar hendurnar.
Í næstu ferð hafði þetta fengið að harðna í rólegheitunum, svo komið var að því að pússa næstum því allt sparslið í burtu aftur. Það eina sem skilið er eftir er það sem raunverulega sléttar úr skrokknum. Þetta er afskaplega létt efni sem dregur epoxy í sig og verður grjóthart svona þegar ég fer að glassa skrokkinn.
Þvínæst bjó ég til vöggu fyrir skrokkinn úr afgangsfroðuplasti og -borðum og get því hafið vinnuna við neðri helminginn!
Mummi