D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Þessi er að verða ansi flott hjá þér!
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Takk Árni. Þú þarft að koma til Dalvíks og máta vélarhlífina!
Dagur 98
Rafhlöðurnar komnar á sinn stað. Tankurinn skorðar þær fastar og ég skrúfaði lok ofan á þær. Ef módelið er of nefþungt, þá get ég fært þær til. Soggreinin úr gerfimótornum að verða til. Þetta er venjulegt islenskt rafmagnsrör og smá díll sem fylgdi með í kittinu. Og hérna er þetta komið á, lím (vonandi) fast og búið að loka greininni að framan. Svo kemur framlenging á þetta aftur fyrir stjórnklefann.
Dagur 98
Rafhlöðurnar komnar á sinn stað. Tankurinn skorðar þær fastar og ég skrúfaði lok ofan á þær. Ef módelið er of nefþungt, þá get ég fært þær til. Soggreinin úr gerfimótornum að verða til. Þetta er venjulegt islenskt rafmagnsrör og smá díll sem fylgdi með í kittinu. Og hérna er þetta komið á, lím (vonandi) fast og búið að loka greininni að framan. Svo kemur framlenging á þetta aftur fyrir stjórnklefann.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Díll! Það er orðið langt síðan ég hef komist í almennilega vélarhlíf! 

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 99
Ég festi vélarhlífina niður með tveim festingum fremst og einum harðviðardíl aftast. Tvær skrúfur halda svo hlífinni á.
Útblástursrör liggja meðfram hliðum flugvélarinnar og göt á þeim til að hleypa útblæstrinum út. Ég gerði þetta úr rafmagnsröri og balsa.
Ég á svo eftir að búa til festingar fyrir rörið. Vélarhlífin húkkast úr rörunum þegar maður tekur hana af.
Ég festi vélarhlífina niður með tveim festingum fremst og einum harðviðardíl aftast. Tvær skrúfur halda svo hlífinni á.
Útblástursrör liggja meðfram hliðum flugvélarinnar og göt á þeim til að hleypa útblæstrinum út. Ég gerði þetta úr rafmagnsröri og balsa.
Ég á svo eftir að búa til festingar fyrir rörið. Vélarhlífin húkkast úr rörunum þegar maður tekur hana af.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 100
Fóðringin við flugmannsklefann er úr leðri, en ég fékk ekkert leður sem mér líkaði, svo ég náði mér í bút af gerfi leðri. Ég byrjaði á því að leggja eldsneytisslöngu á brúnina. Svo klippti ég nógu breiða ræmu og setti á hana göt og kósa. Hér er ég byrjaður að sauma fóðringuna á. Það er gert með svokölluðum söðulsaum, þar sem maður notar tvær nálar á sama þræðinum og dregur hann í gegnum sömu götin og herðir að. Þetta er heilmikið verk og mér tókst ekki að klára í dag. Þetta tekur sig samt vel út og setur heilmikinn svip á módelið.
Fóðringin við flugmannsklefann er úr leðri, en ég fékk ekkert leður sem mér líkaði, svo ég náði mér í bút af gerfi leðri. Ég byrjaði á því að leggja eldsneytisslöngu á brúnina. Svo klippti ég nógu breiða ræmu og setti á hana göt og kósa. Hér er ég byrjaður að sauma fóðringuna á. Það er gert með svokölluðum söðulsaum, þar sem maður notar tvær nálar á sama þræðinum og dregur hann í gegnum sömu götin og herðir að. Þetta er heilmikið verk og mér tókst ekki að klára í dag. Þetta tekur sig samt vel út og setur heilmikinn svip á módelið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 101
Ég lauk við að sauma niður fóðringuna í kringum flugmannsklefann. Þá bjó ég til festingar fyrir útblástursrörin út 0,6mm álplötu sem ég skar í 6mm ræmur. Ég vafði þeim um rörin, klippti leggina í tvennt og krækti þeim saman utan um rörið. Svo boraði ég í hina leggina og skrúfaði þá fasta á skrokkinn. Þetta hljómar flókið, en er sáraeinfalt.
Ég panslaði svörtum lit á mótorhausana og útblástursrörin. Ekki slæmt og verður betra þegar ég fjarlægi límbandið.

Ég lauk við að sauma niður fóðringuna í kringum flugmannsklefann. Þá bjó ég til festingar fyrir útblástursrörin út 0,6mm álplötu sem ég skar í 6mm ræmur. Ég vafði þeim um rörin, klippti leggina í tvennt og krækti þeim saman utan um rörið. Svo boraði ég í hina leggina og skrúfaði þá fasta á skrokkinn. Þetta hljómar flókið, en er sáraeinfalt.
Ég panslaði svörtum lit á mótorhausana og útblástursrörin. Ekki slæmt og verður betra þegar ég fjarlægi límbandið.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 102
Framrúðan má fara í núna og ég límdi hana með þykku CA lími. Og, fyrst allt annað var komið, þá er hægt að líma flugmanninn í. Ég gerði mér ferð inn á Akureyri og fékk Jón Þór Sigurðsson á FabLab á Akureyri til að aðstoða mig við að búa til trissurnar í vængjunum og stélinu. Þær voru laser skornar úr svörtu plasti. Hér eru stykkin í trissurnar: fjórar fyrir vængina og tvær fyrir stélið.
Framrúðan má fara í núna og ég límdi hana með þykku CA lími. Og, fyrst allt annað var komið, þá er hægt að líma flugmanninn í. Ég gerði mér ferð inn á Akureyri og fékk Jón Þór Sigurðsson á FabLab á Akureyri til að aðstoða mig við að búa til trissurnar í vængjunum og stélinu. Þær voru laser skornar úr svörtu plasti. Hér eru stykkin í trissurnar: fjórar fyrir vængina og tvær fyrir stélið.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 103
Dagurinn í dag fór í það að mála hlutana í trissurnar og skera út álramma og gler í götin á vængjum og stéli.

Dagurinn í dag fór í það að mála hlutana í trissurnar og skera út álramma og gler í götin á vængjum og stéli.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Dagur 104
Ég límdi trissurnar saman svo ég gæti límt þær í hólfin fyrir þær. Ég málaði með dökkum grænum lit í trissuhólfin, svo þau væru ekki eins áberandi. Glerið var límt innan á álrammana. Ég athugaði að glerin pössuðu í trissuhólfin áður en ég límdi þau í. Þetta gler á, til dæmis, að fara í vinstri efri væng. Og þá er hægt að skrúfa rammana og glerin föst með agnarsmáum skrúfum.
Ég límdi trissurnar saman svo ég gæti límt þær í hólfin fyrir þær. Ég málaði með dökkum grænum lit í trissuhólfin, svo þau væru ekki eins áberandi. Glerið var límt innan á álrammana. Ég athugaði að glerin pössuðu í trissuhólfin áður en ég límdi þau í. Þetta gler á, til dæmis, að fara í vinstri efri væng. Og þá er hægt að skrúfa rammana og glerin föst með agnarsmáum skrúfum.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði