Síða 11 af 18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 27. Sep. 2010 21:57:55
eftir Agust
Ég sagaði niður fjöl í 2200 mm lengd og handlék smá stund. Tróð henni meira segja inn í bílinn. Þurfti ekki meira... Vængurinn minn verður annað hvort í tveim hlutum eða enginn.

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 28. Sep. 2010 08:53:42
eftir Gaui
Þú ættir að fá þér stærri bíl :D

:cool:

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 28. Sep. 2010 10:29:24
eftir Sverrir
Það er ekki stærðin á bílnum... heldur plássið innan í honum! ;)

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 28. Sep. 2010 19:13:15
eftir Messarinn
Taka bara framrúðuna úr bílnum og festa teigjur á húddið með boddískrúfum og málið er dautt...
eeee kannski aðeins of gróf aðferð :rolleyes:

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 28. Sep. 2010 20:15:09
eftir Agust
Ég stóð frammi fyrir þessu sama vandamáli fyrir réttum 20 árum. Þá var vængurinn reyndar 10% styttri, eða um 200 cm í stað 220 cm.

Ég var að smíða Ultra Hots eftir teikningu Dan Santich. Þar var gert ráð fyrir að vængurinn væri í einu lagi og á stærð við hálfa hurð. Það fannst mér alveg ófært svo ég hafði hann í tvennu lagi. Auðvitað sá ég ekki eftir því.

Sjá hér

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 28. Sep. 2010 23:34:35
eftir Gaui
Jæja, meiri framþróun.

Þegar vængurinn er kominn saman þarf maður að setja tungu framan í hann sem festir hann í skrokkinn. Þessi tunga er í staðinn fyrir tré-pinna sem flestir nota. Steve segir þessa tungu vera betri þr sem hún eyðist síður upp við notkun. Hér er ég búinn að skera úr frambrúninni fyrir tungunni:

Mynd

Og hér er tungan komin í:

Mynd

Til að vængurinn setjist eins og hann á að gera þarf maður að sverfa úr rifunni í rifinu framan við vænginn. Þetta er auðvelt verk ef maður er með réttu græjurnar:

Mynd

Hér sést hversu mikið ég þurfti að stækka rifuna til að fá vænginn til að setjast. Rifan byrjaði í sex millimetrum en endaði í um 10. Ég þurfti líka að fóðra hliðarnar á henni þar sem ég var helst til bráður með raspinn :rolleyes: :

Mynd

Hér er svo vængurinn á skrokknum (myndin er á hvolfi):

Mynd

Ég endaði kvöldið á að leggja niður kolfíberinn á vængmiðjuna að neðan. Geri efri hlutann á morgun:

Mynd

:cool:

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 1. Okt. 2010 00:06:54
eftir Gaui
Ég er nú kominn með vídeómyndavél í hendurnar og datt í hug að búa til vídeóblogg eins og Doktorinn. Þið takið viljann fyrir verkið, því ég hef aldrei gert þetta áður:



:cool:

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 1. Okt. 2010 00:20:43
eftir Guðjón
Góður nafni, meira svona... Hvað er enginn annar að vinna í vélinni sinni?

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 1. Okt. 2010 19:35:44
eftir Árni H
Flott! Þú ert meira að segja strax farinn að minna svolítið á Magnus Wesse. Það vantar bara svolítið svenskari framburð og smá japaleno :lol:

Ég set hinsvegar spurningarmerki við æfingamyndbandið þitt á youtube... Mynd

Kv,
Árni H

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstað: 1. Okt. 2010 22:05:08
eftir Björn G Leifsson
Það kemur sko meira úr Walleyhouse Airoplane factory... bíðiði bara. Ég þarf bara að fá smá frí fyrst :p