Síða 12 af 12

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 23. Okt. 2023 11:59:41
eftir Gaui
Dagur 105

Trissurnar eru komnar í vængina og glerið komið á. Hér er neðri vængur og ramminn í kringum glerið er skrúfaður niður með litlum skrúfum.
20231023_104043.jpg
20231023_104043.jpg (144.77 KiB) Skoðað 2711 sinnum
Þegar neðri vængirnir voru tilbúðir, voru skrúfurnar búnar. Þá setti ég teppalímband undir rammana fyrir efri vængina og setti svo límdropa þar sem skrúfurnar eiga að vera.
20231023_104058.jpg
20231023_104058.jpg (144.88 KiB) Skoðað 2711 sinnum
Hér er stýriskapallinn ofan á efri vængnum. Ég gerði gat í klæðninguna með lóðbolta og vírinn bara liggur þarna laus.
20231023_110547.jpg
20231023_110547.jpg (135.3 KiB) Skoðað 2711 sinnum
8-)