TF-FRU -- Dagur 111
Ég fann möppu úr einhverju plastefni, sem ég notaði til að búa til skapalón fyrir framrúðuna. Það var mjög auðvelt að leggja það til og líma á staðinn með límböndum og svo klippa það til þar til það passaði.

- 20240801_094739.jpg (130.87 KiB) Skoðað 3702 sinnum
Svo lagði ég þetta skapalón á nýja þunna (0,5 mm) PETG plastefnið og skar framrúðuna varlega út.

- 20240801_095818.jpg (138.69 KiB) Skoðað 3702 sinnum
Ég ákvað að byrja að líma framrúðuna í aðeins á einum stað svo ég þyrfti ekki að berjast við hana alla í einu. Ég límdi hana við gluggapóstinn vinstra megin og þarf svo að bíða minnst einn dag þar til límið þornar.

- 20240803_091430.jpg (132.77 KiB) Skoðað 3702 sinnum
Í millitíðinni ákvað ég að byrja að veðra módelið. Þessi Cessna er
mjög veðruð. Hér sést að ég er búinn að maka veðrun og óhreinindum neðan á hægri vænginn með þann vinstri til viðmiðunar.

- 20240803_095407.jpg (131.13 KiB) Skoðað 3702 sinnum
Einfaldasta aðferðin er að leggja límband á plötuskilin, draga strik með þurrum pastel lit (dökk gráan hér) og svo nota stífan pensil til að draga litarefnið niður á yfirborð vængsins fyrir aftan plötuskilin. Því meiri lit sem maður leggur niður, því meira makast yfir á yfirborðið.

- 20240803_095656.jpg (130.32 KiB) Skoðað 3702 sinnum
Hér sést það sem ég nota ti að gera þetta: pastel litir frá Faber-Castell, stífur pensill og bútur af handþurrku. Það fer mjög mikið af veðrun í kringum vængtankinn.

- 20240803_101938.jpg (138.36 KiB) Skoðað 3702 sinnum

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði