Síða 13 af 37
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 27. Nóv. 2007 18:47:39
eftir Sverrir
Þá er að pússa fylligrunninn af, til að sandpappírinn stíflist ekki um leið þá er ég með vatn og sápudreitil í bakkanum sem ég bleyti sandpappírinn í.
Og hér sést hvar búið er að pússa mest af fylligrunninum af og komin nokkuð góð undirstaða fyrir grunn.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 27. Nóv. 2007 19:41:47
eftir Gaui
Sverrir
Hvað notarðu grófan pappír. Ég hef flakkað á milli 220 og 400 og finnst betra að hafa hann frekar í grófari kantinum. Ég hef líka sett tvær umferðir af poxi og þá notað tækifærið þegar ég tók niður fyrsta grunninn að vinna á glerfíbernum um leið.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 27. Nóv. 2007 19:48:08
eftir Sverrir
Ég var með 400 þar sem ég átti ekki grófari en hefði væntanlega ekki farið mikið neðar þó svo hefði verið, kannski 280.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 29. Nóv. 2007 11:10:11
eftir Gaui
Sverrir
Það má ná svona límleyfum á ýmsan hátt en tvennt hef ég prófað:
Hreint Asetón: Þú færð það í Apótekinu í litlum flöskum og það hreinsar allt í burtu sem hefur í sér einhverja fitu. Á það til að skemma vissar tegundir af plasti, s.s eins og þá sem notuð er á módel. Hefur engin áhrif á glerfíberinn. Settu smá slurk í Tork pappír (ekki eldhúspappír) og þurrkaðu af.
Kveikjarabensín: Sama aðferð. Virkar ágætlega þar sem Asetónið skemmir.
Sítrónudropar: Já, þessir sem notaðir eru í bakstur og matseld. Sá þessa aðferð hjá tengdamóður minni og hélt hún væri nú endanlega búin að missa vitið, en viti menn, hún var ekki búin að því og aðferðin virkaði.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 29. Nóv. 2007 11:11:55
eftir Gaui
Bæ ðö vei, hvar færðu þetta spassl? Ég hf hingað til notað Red Devil One Time Spackling fyrir glasseringu og P38 eftir glasseringu.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 29. Nóv. 2007 11:15:36
eftir Sverrir
Poulsen

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 30. Nóv. 2007 01:22:42
eftir Sverrir
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 30. Nóv. 2007 08:30:28
eftir Gaui
Það heitir ekki „Hliðarstýrisvængur“ heldur Stélkambur.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 30. Nóv. 2007 09:16:49
eftir Sverrir
Eða lóðréttur stélflötur, nóg til af nöfnum
