Síða 15 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 2. Jan. 2008 20:11:13
eftir Sverrir
Skaust niður í Byko rétt eftir átta í morgun, var eini viðskiptavinurinn en ca. 10 starfsmenn og engin yrti á mig :/ Engin rafmagnsofn til þar alla veganna ekki fram á gólfi svo ég leit við í Húsasmiðjunni, sama sagan þar, nema ég fann ofn og kassadaman neyddist til að ræða við mig til að geta selt mér ofninn... kannski er þetta bara ég ;)

Alla veganna, vélin komin út í bílskúr, Maggi fær þakkir fyrir vinnuhestana, fallega borðið smíðaði ég sjálfur úr afgöngum sem ég fann fyrir utan verkstæðið hjá Guðna, hann fær þá kannski aftur seinna. Skrokkurinn pússaður og tilbúinn smá hasar.
Mynd

Búið að skera dúkinn til á skrokkinn, ég nota beittan hníf og stál/járn/ál- reglustiku.
Mynd

Smá action mynd, takið líka eftir hönskunum, nauðsynlegir þegar verið er að vinna með sterk efni, ég blandaði tvisvar í rúmlega hálfan bolla í hvert skipti og átti smá afgang.
Mynd

Og hér eru herlegheitin eftir álagningu en þarna á þó eftir að fara yfir nokkrar staði sem eru „blautir“.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 2. Jan. 2008 21:47:26
eftir knutur
Glæsilegt :)

[quote=Sverrir]Skaust niður í Byko rétt eftir átta í morgun, var eini viðskiptavinurinn en ca. 10 starfsmenn og engin yrti á mig hmm Engin rafmagnsofn til þar alla veganna ekki fram á gólfi svo ég leit við í Húsasmiðjunni, sama sagan þar, nema ég fann ofn og kassadaman neyddist til að ræða við mig til að geta selt mér ofninn... kannski er þetta bara ég wink[/quote]
Með Húsó og Byko er ekki af ástæðulausu að sumir starfsmenn þar séu kallað silfurskottur.
sama sagann á Akureyri hlaupa í allar áttir þegar þeir sjá mann ( Tek það fram sumir starfsmenn) ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 2. Jan. 2008 22:34:37
eftir Sverrir
Síðast þegar ég fór inn í Byko á Akureyri þá hljóp einn á móti mér :D en svo þurfti ég reyndar að bíða í 10 mínútur eftir afgreiðslu, hlauparinn var nefnilega upptekinn með einhverri konu og vildi bara heilsa mér ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 00:29:43
eftir Sverrir
Jæja, komin fylligrunnur á vélina, nú er bara að pússa allt af aftur :/
Mynd

Alltaf gaman að fá nýtt dót, verður enn skemmtilegra í vor þegar vélarnar sem þetta fer í mæta út á flugvöll ;)
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 01:07:42
eftir Björn G Leifsson
Feitt!

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 14:07:36
eftir Árni H
Fedt!

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 14:10:25
eftir Sverrir
Verst samt að þau 3 servó sem mig vanhagaði mest um hurfu á leiðinni heim :(

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 16:18:47
eftir Björn G Leifsson
á nokkur servó sem kannski henta þér. Hvað er það sem vantar?

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 17:22:03
eftir Sverrir
S3102

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2008 18:56:09
eftir Björn G Leifsson
HS56 HB dugir kannski...ekki?

Mynd