Síða 3 af 3
Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 25. Sep. 2024 11:11:53
eftir Gaui
Stampurinn verður hvítari og hvítari. Nú er það neðan á baða vængi, ýmis stýri og vélarhlíf.

- 20240925_100540.jpg (138.29 KiB) Skoðað 4297 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 7. Okt. 2024 12:24:06
eftir Gaui
Eg var í allan morgun að maska Stampinn, þ.e. bara efri vænginn. Svo tekur um það bil tíu mínútur að sprauta þetta rautt og tvær sekúndur að taka maskann af aftur.

- 20241007_120253.jpg (145.62 KiB) Skoðað 4188 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 8. Okt. 2024 12:01:54
eftir Gaui
Þurfti að skjótast inn og út aftur og aftur vegna þess að það er svo kalt (við frostmark) og ég gat ekki látið vænginn sitja úti í frostinu á meðan málningin var blaut. Þetta eru rúmar tvær umferðir. Rauða málningin þekur nokuð vel.

- 20241008_105354.jpg (144.56 KiB) Skoðað 4149 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 11. Okt. 2024 12:17:59
eftir Gaui
Neðri vængurinn: Sama og með efri vænginn, nema ekki alveg eins að neðan. Seinna meir þarf ég að setja stigbretti við hliðina á skrokknum og stafina TF- og OLD að neðan.

- 20241011_112740.jpg (144.52 KiB) Skoðað 4030 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 12. Okt. 2024 12:04:37
eftir Gaui
Stigbretti virðist bara vera á hægri væng og ekkert rosalega stórt.

- 20241012_093442.jpg (140.59 KiB) Skoðað 4003 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 14. Okt. 2024 12:12:09
eftir Gaui
Í dag málaði ég seinni umferð af svörtu á hjólastell og vængstífur og svo fór ég í stélið. Ég hafði strikað á það geislana sem á því eru og nú þurfti að maska svo ég gæti sprautað rautt. Þetta er svakalegt verk og ég náði engan veginn að klára í dag.

- 20241014_115258.jpg (137.04 KiB) Skoðað 3872 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 16. Okt. 2024 17:03:49
eftir Gaui
16.19.24
Eg sprautaði stélið, eins og til stóð og byrjaði svo að maska stafina undir neðri vænginn.

- 20241016_112312.jpg (132.34 KiB) Skoðað 3670 sinnum
En þegar ég tók maskann af stélinu gerðist þetta. Ég þarf að hugsa þetta vel og vandlega. Kannski hef ég ekki þvegið stélið með spritti, eins og ég geri venjulega. Hmmm?

- 20241016_120311.jpg (132.75 KiB) Skoðað 3670 sinnum

Re: Stampe et Vertongen á Dalvík
Póstað: 25. Okt. 2024 12:15:00
eftir Gaui
25.10.24
Unnið í tveim vélarhlífum í dag og þessi er af Stampe. Ég var búinn að maska rauða litinn fyrir nokkru og sprautaði í morgun. Þetta er huggulegt litaskema, finnst mér.

- 20241025_111737.jpg (140.06 KiB) Skoðað 3463 sinnum
