TF-FRU -- dagur 20
Ég er nánast búinn að planka skrokkinn, en til að gluggafestingarnar komist á þurfti ég að trimma smávegia af þeim.

- 20231230_093745.jpg (142.31 KiB) Skoðað 1553 sinnum
Ég ákvað að byrja að setja saman vængina. Þá uppgötvaði ég að rif W-2a voru ekki rétt skorin. Það hafði gleymst að gera ráð fyrir flöpsunum aftast. Ég strikaði eftir öðru rifi W-2 og sagaði í burtu það sem ekki á að vera.

- 20231230_103755.jpg (145.73 KiB) Skoðað 1553 sinnum
Næst þurfti að samlíma W-2a og W-2c, W-2a og W-2b.

- 20231230_105425.jpg (146.59 KiB) Skoðað 1553 sinnum
Krossviðar biti er frá W-1 til W-5. Þaðan eru svo vængvefir frá W-5 til W-11. Ég skar þessa vefi út úr 2,5 mm balsa og tók þá í rétta lengd. Þeir koma svo til með að staðsetja rifin rétt þegar ég lími vænginn saman.

- 20231230_110721.jpg (139.73 KiB) Skoðað 1553 sinnum
Ég prófaði að setja vænginn saman án þess að nota lím. Allt passaði eins og það átti að gera. Næst nota ég vinkla til að rifin fari rétt sman, því ég get ekki notað teikninguna vegna þess hversu vitlaus hún er.

- 20231230_113327.jpg (133.95 KiB) Skoðað 1553 sinnum
Hér eru festingarnar fyrir vængstífuna. Þessi stykki fara svo á milli rifja þegar ég lími vænginn.

- 20231230_115030.jpg (127.73 KiB) Skoðað 1553 sinnum

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði