Síða 3 af 16
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 28. Des. 2023 13:54:13
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 19
Ég byrjaði daginn á því að klára að planka ofan á skrokknum.

- 20231228_103414.jpg (132.64 KiB) Skoðað 1579 sinnum
Svo dúllaði ég mér við að planka neðri hornin. Þessi eru aðeins krappari, þannig að ég skar 5 mm planka í staðinn fyrir þá 10 mm sem ég hef verið að nota hingað til. Þetta kemur hægt og örugglega og er ótrúlega skemmtilegt.

- 20231228_115514.jpg (126.61 KiB) Skoðað 1579 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 30. Des. 2023 14:52:00
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 20
Ég er nánast búinn að planka skrokkinn, en til að gluggafestingarnar komist á þurfti ég að trimma smávegia af þeim.

- 20231230_093745.jpg (142.31 KiB) Skoðað 1554 sinnum
Ég ákvað að byrja að setja saman vængina. Þá uppgötvaði ég að rif W-2a voru ekki rétt skorin. Það hafði gleymst að gera ráð fyrir flöpsunum aftast. Ég strikaði eftir öðru rifi W-2 og sagaði í burtu það sem ekki á að vera.

- 20231230_103755.jpg (145.73 KiB) Skoðað 1554 sinnum
Næst þurfti að samlíma W-2a og W-2c, W-2a og W-2b.

- 20231230_105425.jpg (146.59 KiB) Skoðað 1554 sinnum
Krossviðar biti er frá W-1 til W-5. Þaðan eru svo vængvefir frá W-5 til W-11. Ég skar þessa vefi út úr 2,5 mm balsa og tók þá í rétta lengd. Þeir koma svo til með að staðsetja rifin rétt þegar ég lími vænginn saman.

- 20231230_110721.jpg (139.73 KiB) Skoðað 1554 sinnum
Ég prófaði að setja vænginn saman án þess að nota lím. Allt passaði eins og það átti að gera. Næst nota ég vinkla til að rifin fari rétt sman, því ég get ekki notað teikninguna vegna þess hversu vitlaus hún er.

- 20231230_113327.jpg (133.95 KiB) Skoðað 1554 sinnum
Hér eru festingarnar fyrir vængstífuna. Þessi stykki fara svo á milli rifja þegar ég lími vænginn.

- 20231230_115030.jpg (127.73 KiB) Skoðað 1554 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 1. Jan. 2024 14:44:22
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 21
Og þá er komið að því að líma vænginn saman. Vængrifin koma undir vængspelkuna, svo það þarf að setja þetta saman á lofti og leggja síðan niður á bitann.

- 20240101_121547.jpg (144.26 KiB) Skoðað 1542 sinnum
Hér eru öll rifin komin á og bitar, frambrún og styrkingar límdar í. Þetta tekur góðan tíma og eins gott að límið harðni ekki á meðan. Stálkubbar eru notaðir til að halda rifjunum niðri og réttskeið til að sjá til þess að aðal vængbitinn sé beinn og réttur.

- 20240101_125617.jpg (142.95 KiB) Skoðað 1542 sinnum
Nú er hægt að búa til hólfin fyrir servóin í vænginn, eitt fyrir flapsann og eitt fyrir hallastýrið.

- 20240101_134532.jpg (131.55 KiB) Skoðað 1542 sinnum
Og afturbrúnarklæðninguna fyrir hallastýrin. Nú má þetta allt þorna áður en vængklæðningin er búin til.

- 20240101_134541.jpg (139.37 KiB) Skoðað 1542 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 2. Jan. 2024 13:20:18
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 22
Ég bjó til fjögur servó lok með því að líma 1,5 mm krossvið á 1 mm balsa. Þetta gerir 2,5 mm, sem er sama þykkt og vængklæðningin. Ég notaði epoxý lím í þetta því að trélím inniheldur vatn og verpir svona viðarhluta.

- 20240102_102507.jpg (135.15 KiB) Skoðað 1533 sinnum
Ég setti venjuleg rafmagnsrör í vænginn fyrir servósnúrurnar. Leiðbeiningarnar mæla með raketturörum, en ég fæ svoleiðs ekki hér á landi.
Götin eru 17,4 mm og rörin 16 mm, svo að freyðilím gagnast til að halda þeim á sínum stað.

- 20240102_105357.jpg (137.42 KiB) Skoðað 1533 sinnum
Ég límdi saman skinnið undir vænginn úr þrem 2,5 mm balsaplötum og límdi þær svo á vænginn með freyðilími. Nú er um að gera að nota nægilegt farg.

- 20240102_120114.jpg (147.58 KiB) Skoðað 1533 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 4. Jan. 2024 13:04:51
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 23
Ég skrúfaði lokin á vænginn þar sem þau eiga að koma og skar svo klæðninguna undan þeim. Þannig passa þau eins og best er á kosið.

- 20240103_101230.jpg (127.36 KiB) Skoðað 1512 sinnum
Hér er hægra hallastýri í byggingu.

- 20240104_091206.jpg (133.72 KiB) Skoðað 1512 sinnum
0,4 mm krossviður er settur undir vænginn þar sem flapsinn á að koma. Límbandið er yfir smá sprungu í krossviðnum. Ég tek það þegar vængurinn er tilbúinn undir glerfíber. Nú þarf ég að bíða eftir því að Robart sendi mér flapsalamirnar. Þær koma í gegnum þessa krossviðarklæðningu,

- 20240104_111443.jpg (138.54 KiB) Skoðað 1512 sinnum
Og flapsarninr eru límdir saman. Ég get ekki klárað þá fyrr en ég fæ lamirnar, því þær eru settar innan í flapsana.

- 20240104_115433.jpg (131.63 KiB) Skoðað 1512 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 5. Jan. 2024 12:54:41
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 24
Stundum hamast maður við smíðar allan daginn, en nánast ekkert situr eftir. Hér er dæmi.
Ég setti vinstra hallastýrið saman og í þetta sinn mundi ég eftir að setja harðviðarkubb þar sem stýrishornið á að koma. Ég gleymdi þessu í hægra stýrinu og þurfti að skera það upp og bæta kubbnum við.

- 20240105_112154.jpg (139.07 KiB) Skoðað 1493 sinnum
Ég setti efra skinnið á hallastýrið og báða flapsana, svo að nú eru stýrin nánast tilbúin. Mig vantar af fá lamir frá Robart, en það gengur illa að fá þá til að fatta að ég var að panta frá þeim. Ég get ekki sett frambrúnina á flapsana fyrr en þær eru komnar í.

- 20240105_114642.jpg (142.06 KiB) Skoðað 1493 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 8. Jan. 2024 13:43:48
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 25
Ég raðaði vinstri vænggrindinni saman í morgun. Nú þarf þetta að þorna til morguns og þá get ég sett balsaklæðninguna á.

- 20240108_105040.jpg (141.33 KiB) Skoðað 1465 sinnum
Lamirnar á hallastýrum Cessna 172 eru ömmur furðulegar. Það eru þrjár í hvoru hallastýri og þær eru mjög langar, nánast píanólamir. Til að herma það á módelinu, þá keypti ég helling (30) af litlum Du-Bro lömum númer 118 og 0,8 mm stáltein. Ég klippti þolinmóðinn úr lömunum og þræddi þær upp á stálteininn, fjórar saman. Teinninn er beygður í 90° báðum megin við lamirnar og þá er komin langa lömin sem á að vera í vængnum.

- 20240108_113402.jpg (143.86 KiB) Skoðað 1465 sinnum
Þetta lítur svona út í hallastýrinu.

- 20240108_113902.jpg (138.59 KiB) Skoðað 1465 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 9. Jan. 2024 13:41:57
eftir Gaui
TF-FRU dagur 26
Neðra balsaskinnið límt á bakborðsvænginn.

- 20240109_114228.jpg (143.86 KiB) Skoðað 1442 sinnum
Á meðan límingin harðnar byrjaði ég að pússa skrokkinn og koma stélfletinum fyrir.

- 20240109_121805.jpg (138.11 KiB) Skoðað 1442 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 11. Jan. 2024 13:05:28
eftir Gaui
TF-FRU -- Dagur 27
Báðir vængir tilbúnir undir tréverk, eins og sagt er. Það vantar að setja efra balsaskinn á þá báða, en ég get það ekki fyrr en ég fæ flapsalamirnar.

- 20240111_115820.jpg (147 KiB) Skoðað 1427 sinnum
Ég er kominn með servóin og eins gott að máta þau í. Þetta er annað hallastýris servóið og það er komið heilmikið gat fyrir arminn á lokið. Tengingar flapsanna verða innan í vængnum svo það þarf ekki gat þar.

- 20240111_111118.jpg (136.79 KiB) Skoðað 1427 sinnum
Festingar fyrir servóin komin á lokin.

- 20240111_115437.jpg (146.38 KiB) Skoðað 1427 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 15. Jan. 2024 13:43:46
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 28
Það er komið að því að gera skrokkinn sléttan. Ég nuddaði fylliefni (Partoline Ready Made Lightweight Filler) á alla staði á skrokknum sem þarf að slétta. Ég notaði gúmmíhanska og setti fylliefnið á með hendinni, ekki spaða. Þetta fylliefni minnir svakalega á gamla góða Rauða Djöfsa, meira að segja ilmar eins.

- 20240112_110323.jpg (127.03 KiB) Skoðað 1387 sinnum
Svo er bara að setja á sig öndunargrímuna og renna á allt með grófum sandpappír og pússikubbum. Öndvert við það sem flestir segja, þá finnst mér gaman að pússa.

- 20240115_094243.jpg (140.08 KiB) Skoðað 1387 sinnum
Eftir góða stund með öndunargrímuna er ljóst að maður á ekki að vera með sítt alskegg. Gríman rífur óþægilega í skegghárin og svo koma þau krumpuð og bæld undan henni. Skeggið verður að fara!

- 20240115_114718.jpg (137.64 KiB) Skoðað 1387 sinnum
Og hér er svo skrokkurinn pússaður að mestu.

- 20240115_114727.jpg (140.09 KiB) Skoðað 1387 sinnum
