Jón V. Pétursson sendi mér nokkrar myndir sem ég skannaði inn. Hér er um tvo atburði að ræða, annars vegar póstflug frá Reykjavík upp á Akranes á flotflugvél og hins vegar flugsýning í Reykjavík og flug heimsmeistarans Hanno Prettner á þeirri sýningu.
Hér er vél sem ég smíðaði fyrir Nonna og flaug mikið. Við prófuðum að setja hana á flot og hún var bara fjári skemmtileg þannig. Nonni er enn að fljúga þessari vél og ég held hann eigi flotin ennþá.
Hér er hópurinn saman kominn á kajanum í Reykjavík, nema Einar Páll, sem ég held að hafi tekið þessa mynd.
Svo var kassi með umslögum settur í vélina (veit einhver hvað varð um öll þessi umslög?):
... og flogið upp á Skaga
Þá er það flugsýningin í Reykjavík 1982 (var það ekki???). Það voru ýmsar nýjungar sýndar á þessari flugsýningu og í fyrsta sinn á Íslandi var módelþyrlu flogið opinberlega. Það var Gunnar Brynjólfsson sem það gerði, en hann var einna fyrstur til að ná tökum á svoleðis vélbúnaði.
Hér er svo verið að gera tilbúið til að fljúga upp með svifflugu á bakinu á stóru rauðu vélinni. Ég (til vinstri með rauða Kók-húfu) flaug þeirri rauðu og Ási Björns (lengst til hægri) stýrði svifflugunni. Á þessari mynd má einnig þekkja Óla Sverris, Jón VP og Pétur Hjálmars.
Hér er Austurríkismaðurinn Hanno Prettner að gera klárt. Hann var óumdeildur heimsmeistari í módel-listflugi í fjölda ára og komst enginn nálægt honum. Það er pabbi hans sem er að aðstoða hann og það var hann sem smíðaði og hélt við módelunum hans.
Þytur bauð þeim feðgum í smá veislu áður en þeir fóru af landi brott og þar gáfum við Prettner endurhlaðanlegan startpung (að mig minnir) með mæli og alls konar fídusum sem einhver (einar Páll??) setti saman. Það er greinilegt af þessari mynd að ég var afskaplega skemmtilegur í þá daga.
