Smellti mér í að gera nýjan ramma, "gamli" var óþarflega laus í sér...
Teiknaði miðplötuna í sketchup, prentaði út í 1:1 og límdi á álplötu til þess að aðstoða við staðsetningu á götum o.fl.
Flassaði líka ESC með nýju firmware, sem á að henta mun betur fyrir fjölþyrla
Lóðaði þetta á servoin til þess að geta flassað þau
Kroppaði svo límmiðana af og setti á kæliplöturnar, pakkaði svo inn í glæra herpihólka
Lítur nokkuð vel út finnst mér bara! Verður athyglisvert að sjá hvort/hvernig þetta virkar.