[quote=Gaui K]Sælir.
má til með að skjóta hér inn varðandi sprautunina,þá er ég búin að reyna að nota plastmálningu og fannst það ekki koma alveg nógu vel út þe.áferðin var gróf og ekki gott að ná fram gljáa ef maður vill hafa hann.Það fór mikið af málningu vegna þess að hún þakti mjög illa og þurfti að fara margar umferðir þangað til þetta gat talist vera gott.
En ég vil taka fram að ég leitaði ráða hjá Gauja á Grísará og getur vel verið að ég hafi ekki gert þetta rétt og kannski ekki nógu góðar gæjur.Ég notaði Flugger plast málningu
held td.að það sé mun betra að vera með sprautu könnu sem er með handfangið fyrir neðan könnuna en ekki öfugt eins og ég var með (eldgamalt dót)
kv,Gaui[/quote]
Ekki nota plast utanhúsmálningu ef þú ætlar að fá gljáa á vélina þína. Við hérna fyrir norðan erum að nota plast utanhúsmálninguna á War-bird-a sem eru mattir og skítugir, ég notaði svo epoxy glæru yfir (sem gefur reyndar svakalegan gljá,) til að gera plast málninguna fuel proof.
N1 selur plast bílamálningu sem er með mikin gljá, ég á eftir að kanna það betur...
Það þarf góða æfingu til að mastera góða áferð með plastmálningu,
Það þarf að þynna hana með vatni til að sprautukönnur nái að sprauta henni.
Ef plastmálningin er of þykk þá frussast of stórar flyksur úr könnuni sem þornar nánast áður enn hún lendir á fletinum.
Ef plastmálningin er of þunn þá þekur hún ílla og yfirborðið verður eins og á appelsínu
Til að finna réttu blöduna ( vatn + málning) þá er best að fá sér 2 mæliglös og finna þetta út smá saman.
Ef maður ætlar að sprauta síðan yfir þetta með epoxi glæru þá þarf maður líka að blanda hana með vatni til að fá réttu þykktina, sem sagt tómt bras
Sjá meira hér
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2311&p=20