Það orðið langt síðan ég póstaði inn á þennan þráð, en ég er búinn að smíða smávegis, þó ég hafi nú ekki alltaf tekið nóg af myndum. Ég hef líkma verið smá bissí að kenna smíðar tvisvar í viku í Slippnum -- en það er önnur saga. Ég er búinn að ákveða að nota ekki rafmagn -- mér finnst það alltof dýrt og ekki sniðugt að gera tilraunir með það á þessu módeli. Ég ætla að fá mér tvo OS .45 mótor og hafa glóoðarbatterí á þeim. Það ætti að duga til að halda uppi hitanum.
Ég setti saman hallastýrin og flapana. Þetta eru með flóknustu stýrum sem ég hef sett saman, eða það hélt ég þangað til ég byrjaði á stélinu, en nóg um það á eftir:
Ég ákvað að reyna ekki að fara eftir teikningunni með hornið í hallastýrinu, enda kemur í ljós að það getur bara ekki gengið. Þess vegna smíðaði ég venjulegt horn úr fíberplötu og límdi við ballansinn á stýrinu:
Síðan setti ég neðra skinnið á miðjuna:
og setti flapaservóið á sinn stað:
og servóið fyrir hallastýrið:
Stöngin úr servóinu í hallastýrið er þannig að hún getur snúist, svo ég setti balsa stangir við hliðnina á henni til að koma í veg fyrir það. Svo límdi ég á sinn stað umgjörðina fyrir lokið ofan á servóinu:
Ég límdi koparrör fyrir boltana sem halda vængnum saman:
Þá gat ég farið að líma skinnið neðan á ytri hluta vængsins:
Nú ákvað ég að setja stélið saman og þá uppgötvaði ég að þar voru flóknustu módelpartar sem um getur. Bara stélflöturinn einn og sér er settur saman úr hátt í fimmtíu aðskildum pörtum. Hér er annar helmingur hans rétt að byrja:
Ég trassaði myndatökur við þessa smíði, svo það er ekkert meira til að sýna nema fullsmíðaða hluti. Hér er stélkamburinn og hliðarstýrið:
og hér er annar helmingur stélflaratins og hæðarstýrið:
Ég ákvað að styrkja lamirnar í hæðarstýrið meira en sýnt er á teikningunni. Auk þess að setja 3mm balsa ofan og neðan á lamirnar, þá setti ég líka harðast 1,5mm balsa sem ég fann utan á lamirnar. Þannig fékk ég 6mm þykkar og sterkar lamir. Að lokum límdi ég gula innra rörið sem er innan í stýrinu líka í lamirnar til að fá sterkari slitflöt. Ég geri líkast til eins á hliðarstýrinu:
Sjáumst seinna.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði