Nýttum góða veðrið í dag og brunuðum á Wembley Stadium með Stinger og Tutor í skottinu. Eftir sunnudagssteikina var skundað í smiðju og aðeins gripið í balsann.
Listarnir gerðir klárir fyrir splæsingu með því að skásaga endana:
Þannig fæst stærri límflötur og þar með sterkari líming.
En nú kom að skemmtiatriði kvöldsins, samkvæmt leiðbeiningunum átti einnig að koma listi neðan á skrokkinn á milli skrokkþilja F4 og F7. Milli F7 og F8 átti síðan að koma lítið plötukríli á botninn. Myndirnar í leiðbeiningapésanum styðja þá verkun sem lýst er í "Google translate" textanum. Þegar skrokkþilin voru borin saman við myndirnar, gat það engan veginn staðist, því engar voru raufarnar fyrir listann, og eftir að hafa snúið smiðjunni gersamlega á hvolf fannst plötukrílið hvergi.
Eftir leit á áhveðnum stað sem ég mun gefa upp gegn hóflegri mútugreiðslu, fannst ein ansi voldug plata merkt F9, og var þá skrokknum púslað saman aftur til að athuga hvort plata þessi ætti ekki örugglega að fylgja með. Og það gerði hún :rolleyes:
Hönnun skrokksins hafði einhvern tímann verið breytt þannig að í staðinn fyrir listana og plötukrílið er nú komin plata sem nær frá F4 að F8 með tilheyrandi samsetningarflipum undir botninum á skrokknum. Hins vegar hafði gleymst að uppfæra leiðbeiningapésann svo ef einhver Carlos suður í Argentínu hefur fengið slæman hiksta í kvöld þá er mér alveg sama
Eitthvað þurfti að pússa til að fá flipana vel passandi í götin, svona lítur þá skrokkurinn út eftir vonandi síðustu samsetningu án líms:
Hvor skrokkhlið er í tveimur hlutum sem þurfa að límast saman. Þar sem trélímið gefur góðan vinnutíma voru listarnir einnig límdir á. Varðandi fyrri póst þar sem ég sagðist ætla að láta samsetninguna á listunum koma við skrokkþil, því plani var snarlega skutlað út um gluggann þar sem krossviður er bak við listann eftir honum endilöngum og ætti því ekki að skipta máli hvar samsetningin er.
Nokkrir pinnar héldu öllu á sínum stað og síðan allt klabbið fergt niður á brettið:
Meira síðar...