[quote=Sverrir]Hva, eru menn með einhverja niðurrifsstarfsemi í gangi hérna!!!
Það verður haldin flugkoma um næstu helgi, ef ég væri að elta veðurspár þá hefði engin flotflugkoma verið haldin og ég hefði ekki farið á eina einustu samkomu síðasta sumar! „Reykjaneskjördæmi“ er líka ansi stórt og veðurskilin mörg.
Í versta falli grillum við pylsur og horfum á Magga og Ali fljúga Aircore!

[/quote]
Nei nei Sverrir, engin leiðindi hér. Það er bara svona ekta íslenst veður að bjóða uppá sól og blíðu alla vikuna og fara svo að þykkna upp um helgi
Sumrin er svolítið svoleiðis hér á Íslandi, eina leiðin til þess að njóta sólarinnar er að vera í vaktarvinnu

ha ha
Það er ekkert að spánni næstu helgi bara ekki mikið um sól. Þetta verður frábær helgi hjá ykkur, ég ætla að reyna að kíkja við (á að vera að vinna).