Nú dettur mér í hug -- eftir að allir eru búnir að mæra þessa græju í hástert -- að vera leiðinlegur og koma með þá spurningu hvort við verðum ekki að aðgreina notkun á svona sjálffljúgandi flygildum og flugmódelsportið eins og það hefur tíðkast hingað til.
Aðal ástæðan fyrir þessu er vefsíðan iSky.is, þar sem notkun á þessari er auglýst með myndum sem teknar eru yfir miðborg Reykjavíkur, þar sem alla vega ein er beint í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli og aðrar mjög nálægt henni. Þetta er greinilega auglýsing á atvinnustarfsemi og við þurfum að setja girðingu á milli hennar og okkar áhugasports til þess að yfirvöld setji þetta ekki allt saman í spyrðu og sjóði saman reglur um hvernig nota eigi fjarstýrð flugtæki, sama hvaða nafni þau nefnast.
Ég sé líka fyrir mér að ef menn fljúga þessum sjáfstýrðu vélum fyrir flugvélar, þá muni flugsvæði á borð við Melgerðismela (og jafnvel Arnarvöll) verða alvarlega fyrir barðinu á bönnum og hömlum.
Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki margir sammála mér, en ég er bara svo hræddur um að þegar (ekki ef -- þegar) settar verða reglur um hvar, hvenær og hvernig fljúga má þessu græjum, þá muni illa upplýst yfirvöld ekki sjá neinn mun á þeim og flugmódelunum okkar.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði